Verkfærakistan
Tímakönnun
Í hvað fer tíminn þinn? Taktu þér viku í að komast að því. Hér skráir þú niður allt sem þú gerir yfir daginn og skoðar svo í lok vikunnar í hvað tíminn þinn fer. Vertu heiðarleg/ur við þig. Þú getur notað niðurstöðurnar til að meta hverju þú viljir gefa minni tíma og hverju meiri. Í ljós kemur oftast að það er hægt að taka eitthvað út til að koma öðru inn sem þig langar að leggja áherslu á. Í framhaldinu getur þú sett upp skipulag til að ná fram breytingunni sem þú vilt sjá.
Tenglslanetið mitt
Kortlegðu tengslanetið þitt hér. Láttu hugann reika og skrifaðu niður hjá þér lista yfir fjölskyldumeðlimi, vini, fyrri vinnuveitendur, samstarfsfólk, gamla kennara, samnemendur, fólk sem þú hefur kynnst úr félagsstarfi, nágranna. Þetta er fólkið sem myndar tengslanetið þitt.
Gefðu þér tíma til að skoða hvernig hver og einn gæti aðstoðað þig. Ekki hika við að nota fjölskyldu og vinatengs. Flestir hafa gaman af að aðstoða.
Fyrirtæki til að skoða
Listaðu upp nokkur fyrirtæki sem þú hefur áhuga á að skoða að vinna hjá. Um leið skaltu reyna að átta þig á hvað það er sem vekur áhuga þinn á fyrirtækinu og hvernig störf eru innan fyrirtækisins. Veltu svo fyrir þér hvernig þú fellur að störfum og menningu þess - og skrifa það líka niður.
Þegar því er lokið ættir þú að kanna hvernig væri best að nálgast fyrirtækið til að kynna þig og athuga með störf.
Fimman
Með fimmunni setur þú niður skrefin í átt að markinu. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um hvert þú vilt stefna reyndu þá að sjá fyrir hvernig þú ætlar að fikra þig í þá átt.
Hvað getur þú gert núna strax á næstu 5 klukkustundum, á næstu 5 dögum, en á næstu 5 vikum eða 5 mánuðum? Hvað verður komið eftir 5 ár?
Kostir og gallar
Ef þú þarft að velja milli tveggja starfa gæti þetta verkfæri hentað þér vel. Listaðu upp hverjir þér finnast vera kostir og gallar starfanna sem þú ætlar að velja á milli og skoðaðu þá vandlega. Þannig getur þú fundið út betri valkostinn fyrir þig og tekið ákvörðun á upplýstan hátt.
Næstu skref
Skrifleg og tímasett ákvörðun er mun líklegri til að skila þér árangri en þegar þú hugsar bara hvað þú ætlar að gera.
Alla morgna þarft þú að sjá fyrir hvað þú ætlar að gera þann daginn. Það er ótrúlega gagnlegt að setja niður á blað hvað þú viljir að gerist næst og hafa um leið í huga hvað verði betra þegar þú hefur lokið því. Til að veita þér aðhald skaltu skrifa niður hver eigi að gera það, hvernig það verði gert og hvenær.