Fara í efni

Verkfærakistan

Tímakönnun

Í hvað fer tíminn þinn? Taktu þér viku í að komast að því. Hér skráir þú niður allt sem þú gerir yfir daginn og skoðar svo í lok vikunnar í hvað tíminn þinn fer. Vertu heiðarleg/ur við þig. Þú getur notað niðurstöðurnar til að meta hverju þú viljir gefa minni tíma og hverju meiri. Í ljós kemur oftast að það er hægt að taka eitthvað út til að koma öðru inn sem þig langar að leggja áherslu á. Í framhaldinu getur þú sett upp skipulag til að ná fram breytingunni sem þú vilt sjá.

Vikuáætlun

Gerðu áætlun í upphafi hverrar viku um hvað þú ætlar að gera í atvinnuleitinni þinni. Taktu fram hvað þú ætlar að gera, hvar þú ætlar að gera það, hvernig og hvenær.

Tenglslanetið mitt

Kortlegðu tengslanetið þitt hér. Láttu hugann reika og skrifaðu niður hjá þér lista yfir fjölskyldumeðlimi, vini, fyrri vinnuveitendur, samstarfsfólk, gamla kennara, samnemendur, fólk sem þú hefur kynnst úr félagsstarfi, nágranna. Þetta er fólkið sem myndar tengslanetið þitt. Gefðu þér tíma til að skoða hvernig hver og einn gæti aðstoðað þig. Ekki hika við að nota fjölskyldu og vinatengs. Flestir hafa gaman af að aðstoða.

Velja milli starfa

Velja á milli starfa er verkfæri sem þú getur notað þegar þú þarft að velja milli nokkurra starfa sem þú hefur áhuga á eða þér bjóðast.

Fyrirtæki til að skoða

Listaðu upp nokkur fyrirtæki sem þú hefur áhuga á að skoða að vinna hjá. Um leið skaltu reyna að átta þig á hvað það er sem vekur áhuga þinn á fyrirtækinu og hvernig störf eru innan fyrirtækisins. Veltu svo fyrir þér hvernig þú fellur að störfum og menningu þess - og skrifa það líka niður. Þegar því er lokið ættir þú að kanna hvernig væri best að nálgast fyrirtækið til að kynna þig og athuga með störf.

Markmið og áætlun

Settu þér markmið, skifaðu þau niður og gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að ná þeim.

Endurkoma til vinnu

Eyðubað sem stjórnendur og starfsmenn geta notað til að ræða saman um vinnuumhverfi, vinnutíma og líðan í starfi þegar einstaklingur er að koma aftur í vinnu. Áhugavert efni um endurkomu til vinnu má líka finna á VelVIRK.is

Ferilskrár

Dæmi um nokkrar mismunandi útfærslur á ferilskrám á íslensku og ensku. Ferilskrárnar eru unnar í Canva - www.canva.com eða Word.

Frestunarárátta

Áttu það til að fresta því sem þú ætlar þér að gera? Ef svarið er já gætir þú haft áhuga á að kynna þér góð ráð við því - eða bara frestað því til morguns ;-).

Markmiðin mín

Settu þér markmið og veltu fyrir þér hvernig þér muni líða þegar þú ert búin að ná því. Hvernig er lífið betra?

Fimman

Með fimmunni setur þú niður skrefin í átt að markinu. Þegar þú hefur tekið ákvörðun um hvert þú vilt stefna reyndu þá að sjá fyrir hvernig þú ætlar að fikra þig í þá átt. Hvað getur þú gert núna strax á næstu 5 klukkustundum, á næstu 5 dögum, en á næstu 5 vikum eða 5 mánuðum? Hvað verður komið eftir 5 ár?

Kostir og gallar

Ef þú þarft að velja milli tveggja starfa gæti þetta verkfæri hentað þér vel. Listaðu upp hverjir þér finnast vera kostir og gallar starfanna sem þú ætlar að velja á milli og skoðaðu þá vandlega. Þannig getur þú fundið út betri valkostinn fyrir þig og tekið ákvörðun á upplýstan hátt.

Hvernig ver ég tíma mínum?

Langar þig að átta þig á hvað verður um tímann þinn? Með því að skrifa niður hvað þú ert að gera í einn sólarhring færð þú hugmynd um það og getur svo metið hvað þú vilt gera með upplýsingarnar. Kemur eitthvað á óvart?

Virkniáætlun

Mörgum finnst alveg frábært að setja upp áætun fyrir hverja viku. Hér er eyðublað sem þú getur prentað út og skrifað í þína áætlun.

Staðan

Hver er staðan í dag og hvað langar þig að gera næst?

Verkefnin mín

Skrifaðu niður verkefnin þín fyrir hvern mánuð ársins. Hver eru markmiðin og hvaða leiðir ætlar þú að fara til að ná þeim? Í lok mánaðar metur þú svo árangurinn og setur þér ný markmið og leiðir að þeim.

Næstu skref

Skrifleg og tímasett ákvörðun er mun líklegri til að skila þér árangri en þegar þú hugsar bara hvað þú ætlar að gera. Alla morgna þarft þú að sjá fyrir hvað þú ætlar að gera þann daginn. Það er ótrúlega gagnlegt að setja niður á blað hvað þú viljir að gerist næst og hafa um leið í huga hvað verði betra þegar þú hefur lokið því. Til að veita þér aðhald skaltu skrifa niður hver eigi að gera það, hvernig það verði gert og hvenær.

Yfirlit yfir umsóknir

Við atvinnuleit er alveg nauðsynlegt að halda utan um allar umsóknir og skrifa hjá sér stöðu mála.

Kynningarbréf - Sýnishorn

Kynntu þér hvernig áhugaverð kynningarbréf líta út.

Vinnuáætlun

Þegar einstaklingur er að koma til starfa eftir nokkra fjarveru getur verið gagnlegt að setja upp sameiginlegt skipulag eða vinnuáætlun fyrir fyrstu vikurnar eða mánuðina í starfi.

Ferilskrá - Innihald

Ferilskráin þarf að gefa góðar upplýsingar um þig. Með henni kemur þú á framfæri við atvinnurekendur hvað þú hefur að bjóða og fyrir hvað þú stendur. Hér getur þú séð hvað almennt er talið æskilegt að komi fram í ferilskránni.

Ferilskrá - Uppsetning

Þú ættir að vanda til verka þegar þú gerir ferilskrána þína. Uppsetningin fylgir ekki neinum tilteknum reglum, en þó eru atriði sem mikilvægt er að hafa í huga.

Algengar spurningar í atvinnuviðtali

Hér finnur þú dæmi um spurningar sem þú getur búist við að fá í atvinnuviðtali. Þú ættir að renna yfir þær og undirbúa hvernig þú ætlar að svara.

Atvinnuviðtalið frá A - Ö

Þegar þú undirbýrð þig vel fyrir atvinnuviðtalið og veist hvernig þú vilt koma fyrir eykur það öryggi þitt í viðtalinu og styrkir stöðu þína.

Hvar getur þú kynnt þig?

Á LinkedIn, samfélagsmiðlum, ráðningarstofum og Vinnumálastofnun getur þú kynnt þig eða nálgast fyrirtæki með starf í huga.

Hvar finnur þú störf?

Hér getur þú nálgast upplýsingar um aðila sem auglýsa störf og notað þær til að leita að störfum sem gætu komið til greina fyrir þig.

Ertu efni í sjálfstæðan atvinnurekanda?

Hefur þig dreymt um að reka eigið fyrirtæki? Ef svarið er já þá ættir þú að gefa þér smá tíma til að skoða málið.

Taka frumkvæðið

Mikilvægt er að taka frumkvæðið í atvinnuleitinni. Litlar líkur eru á að starfið komi fljúgandi til þín á silfurfati. Þú þarft að vera á tánum og með mörg járn í eldinum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú getur nýtt þér.

Spurningar til vinnuveitenda

Hér er dæmi um nokkrar spurningar sem þú gætir nýtt þér ef þig vantar hugmyndir að því hvað þig langar að spyrja vinnuveitanda um.

Spurningar í atvinnuviðtali - Styttri útgáfa

Nokkar spurningar sem gott er að renna yfir fyrir atvinnuviðtal. Það dregur úr kvíða og stressi að undirbúa viðtalið vel.

Stafræn hæfni

Hver er þín stafræna hæfni? Á síðu VR getur þú tekið próf sem sýnir hver stafræn hæfni þín er og borið saman við aðra í þinni starfsgrein.

Hvaða nám hentar þér?

Ertu að velta fyrir þér hvað þig langar að læra? Námsvalshjól Háskóla Íslands gæti hjálpað þér að finna svarið.

Heimurinn minn

Æfing á myndbandi sem hjálpar þér að safna upplýsingum um þig til að auðvelda þér að horfa til framtíðar. Þú dregur upp sterka mynd af þér um leið og þú áttar þig á hlutverkum þínum og allri þeirri reynslu sem þú býrð yfir. Með þessa skýru mynd af þér verður auðveldara að sjá hvert þú vilt stefna og ákveða næstu skref. Þetta er skemmtileg æfing og sjálfstyrkjandi.

Rússíbani tilfinninga

Hér er myndræn framsetning á þeim tilfinningasveiflum sem geta farið af stað þegar fólk lendir í áföllum og/eða missir vinnuna. Með því að máta þig við myndina getur þú betur áttað þig á hvað er að gerast og hvernig þú þarft að bregðast við til að ná aftur stjórn á aðstæðum. Þegar við tökum stjórn líður okkur betur.

Alfreð - Atvinnuleitarmiðillinn alfred.is

Alfreð appið og vefurinn alfred.is er einn stærsti atvinnuleitarmiðillinn á Íslandi. Notendur geta sótt um störf með Alfreð prófílnum sínum og fyrirtæki geta nýtt sér fjölbreytt úrvinnslutól til að vinna úr umsóknum.

Líflínan þín - 60+

Hvað er framundan við 60/65/70 ára aldur? Þegar sígur á seinni hluta starfsferils er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvað sé framundan og hvernig þig langi að verja þeim tíma.
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband