Fara í efni

Taka frumkvæðið

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Mikilvægt er að taka frumkvæðið í atvinnuleitinni. Litlar líkur eru á að starfið komi fljúgandi til þín á silfurfati. Þú þarft að vera á tánum og með mörg járn í eldinum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem þú getur nýtt þér.

  • Hafðu samband við fyrirtæki með heimsóknum, tölvupósti eða símtali. - Sterkur leikur!
  • Vertu í góðum tengslum við fólk, heimsæktu vini og láttu þá vita að þú sért að leita að starfi. Það er í góðu lagi að minna á sig reglulega.
  • Skoðaðu vefinn og notaðu leitarorð sem gætu leitt þig á slóðir áhugaverðra fyrirtækja.
  • Mættu á samkomur, fundi og kynningar þar sem þú hittir fólk.
  • Hringdu í fyrrum samstarfsfólk eða skólafélaga sem gætu aðstoðað.
  • Tengdu þig við vini og kunningja á samskiptamiðlum.
  • Fylgdu eftir góðum hugmyndum.
  • Taktu þátt í félagsstarfi.
  • Farðu í göngutúr eða bíltúr til að skoða valin svæði og kanna hvaða fyrirtæki eru þar.
  • Vertu almennt á ferðinni og með augun opin fyrir nýjum tækifærum.
  • Búðu þér til tækifæri. Tækifærunum fjölgar því fleiri net sem þú leggur.
  • Gríptu gæsina þegar hún gefst.
  • Skráðu þig hjá ráðningarstofum eða á LinkedIn.
  • Taktu að þér tímabundin verkefni og störf eða sjálfboðaliðastörf þó þau séu ekki endilega á óskalistanum. Sýndu hvað í þér býr og auktu þannig möguleika þína.
  • Vertu almennt á ferðinni og sýnileg/ur í samfélaginu svo sem í íþróttum og félagsstarfi. Sæktu sundlaugar og kaffihús.
  • Hafðu samband við aðila sem eru að auglýsa starf til að spyrja nánar um starfið og kynna þig í leiðinni.
  • Mættu í atvinnuviðtöl til að fá upplýsingar um störf og kynna þig.
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband