Fara í efni

Heilsustefna VIRK

VIRK  vill efla vitund um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi, stuðla að bættri heilsu og öryggi og auka vellíðan í vönduðu vinnuumhverfi. Til að ná fram markmiðum sínum notar VIRK mannauðsmælingar, styðst við viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustaði, notar Streitustigann og fylgir Samskiptasamningi og Siðareglum VIRK.

Það er ásetningur VIRK að vera í forystu á sviði heilsueflingar á vinnustöðum.

Meginmarkmið heilsustefnunar eru eftirfarandi:

 • Auka þekkingu og skilning á heilsueflingu
 • Stuðla að því að aðbúnaður og hollustuhættir á vinnustað verði eins og best verður á kosið
 • Hlúa að andlegri og líkamlega heilsu
 • Haga vinnutengdu álagi þannig að jafnvægi sé milli vinnu og einkalífs
 • Draga úr veikindum og fjarvistum starfsfólks
 • Viðhalda og efla vellíðan í starfi og starfsánægju
 • Bæta félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað
 • Skapa traust og sjálfræði í starfi
 • Stuðla að menningu þar sem sálfélagslegt öryggi ríkir
 • Auka helgun í starfi og sköpunargleði
 • Skapa sterka liðsheild
 • Styrkja alhliða heilsueflingu meðal starfsfólks
 • Minnka líkur á veikindum og slysum
 • Styrkja ímynd VIRK enn frekar

Starfsfólki er boðið upp á næringarríkan og hollan hádegismat á sanngjörnu verði. Áhersla er lögð á fjölbreytni í fæðuvali og að hollusta sé höfð að leiðarljósi.

Öllum starfsmönnum stendur til boða að fá handleiðslu fjóra tíma á ári frá sálfræðingi eða markþjálfa og ef þeir telja það ekki duga er hægt að sækja um fleiri tíma með rökstuðningi.

Árlega er boðið uppá heilsufarsúttektir svo sem blóðþrýstingsmælingar og bólusetningar. Þá eru reglulega haldin námskeið um skyndihjálp og önnur heilsutengd námskeið. Í boði eru árlegir heilsustyrkir og einnig val um gerð samgöngusamnings.

Heilsustefnan er órjúfanlegur hluti af mannauðsstefnu VIRK.

Samþykkt 23. ágúst 2022.

Hafa samband