Fara í efni

Spurningar til vinnuveitenda

Hér er dæmi um nokkrar spurningar sem þú gætir nýtt þér ef þig vantar hugmyndir að því hvað þig langar að spyrja vinnuveitanda um.

 

 • Hvaða væntingar hafið þið til þess sem sækir um þetta starf?
 • Hvaða eiginleikum í starfsmönnum leitið þið eftir?
 • Geturðu útskýrt fyrir mér hvernig dagurinn gengur fyrir sig í þessu starfi?
 • Hver er vinnutíminn?
 • Eruð þið að bjóða sveigjanlegan vinnutíma eða sveigjanlegt vinnuumhverfi (fjarvinnu)?
 • Hvernig er vinnuaðstaðan?
 • Hver finnst þér mesti kosturinn við vinnustaðinn?
 • Hvernig er starfsandinn í fyrirtækinu?
 • Er virkt starfsmannafélag? – ef já þá má spyrja hvað það hafi verið að gera undanfarið.
 • Hef ég möguleika á starfsþróun innan fyrirtækisins?
 • Stendur starfsfólki til boða að sækja námskeið á vegum fyrirtækisins eða á vinnutíma?
 • Býður fyrirtækið upp á samgöngusamninga.
 • Hvaða laun gerið þið ráð fyrir að greiða?
 • Hvenær get ég búist við að heyra frá þér eða ykkur?

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband