24.06.2025
Hvað getum við gert til að styðja við starfsfólkið okkar?
Það hefur lengi verið vitað að góð vinna hefur jákvæð áhrif á heilsu einstaklinga sem gerir þeim kleift að vera afkastamiklir í vinnunni1. Þá eru mörg dæmi um að það að heilsubrestur komi ekki í veg fyrir að einstaklingar séu virkir á vinnumarkaðinum. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera utan vinnumarkaðar vegna atvinnuleysis eða heilsubrests getur tengst ýmsum heilsufarslegum og félagslegum vandamálum svo sem lélegri líkamlegri heilsu og vanlíðan. Það er því mikilvægt að lögð sé áhersla á að gera starfsfólki kleift að vera áfram í vinnunni ef það getur það og innleiða ýmsa verkferla sem aðstoða vinnuveitendur við að átta sig á hvaða starfsfólk þurfi mögulega á aðstoð að halda til þess.