Fara í efni

Mannauðsstefna VIRK

VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda sem einkennist af sterkri liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður. Starfsfólk, ráðgjafar og samstarfsfólk er hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.

Ráðningar og starfskjör

 • Ráða skal hæft og áhugasamt fólk í samræmi við gildandi lög, reglur og kröfur
 • Móttaka nýrra starfsmanna skal vera samræmd og markviss
 • VIRK starfar samkvæmt jafnlaunakerfi ÍST 85 sem tryggir að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að engin órökstuddur launamunur sé til staðar
 • Í boði eru samkeppnishæf starfskjör sem taka mið af ábyrgð og verkefnum starfsfólks sem og þróun á vinnumarkaði

Samskipti og liðsheild

 • Leggjum áherslu á markvisst upplýsingaflæði og skýrar boðleiðir
 • Starfsfólk er metið á eigin forsendum og jafnræðis gætt
 • Leggjum áherslu á uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti og sterka liðsheild
 • Höfum samskiptasamning starfsfólks VIRK að leiðarljósi
 • Einelti eða kynferðisleg áreitni eru ekki liðin
 • Starfsfólk er hvatt til að gæta jafnvægis milli vinnu og einkalífs

Þekking og starfsþróun

 • Starfsfólk og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda faglegri þekkingu
 • Leggjum áherslu á að efla hæfni og fagmennsku starfsfólks með því að fjárfesta í fræðslu og þjálfun
 • Tryggjum uppbyggjandi endurgjöf til starfsfólks með árlegum frammistöðusamtölum með umbætur að leiðarljósi

Heilsa og starfsaðstaða

 • Starfsfólk eru hvatt til að huga að heilsunni og í boði eru reglubundnar heilsufarsskoðanir
 • Starfsaðstaða uppfyllir kröfur um vinnuvernd og góðan aðbúnað
 • Kappkostað er að hafa starfsumhverfið hvetjandi og snyrtilegt

Ábyrgð

 • Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á mannauðsstefnu VIRK
 • Sviðsstjórar bera ábyrgð á innleiðingu hennar
 • Starfsfólki ber að fylgja henni

Samþykkt 23. febrúar 2018.

Hafa samband