Fara í efni

Spurningar í atvinnuviðtali - Styttri útgáfa

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Nokkar spurningar sem gott er að renna yfir fyrir atvinnuviðtal. Það dregur úr kvíða og stressi að undirbúa viðtalið vel.

  • Hvers vegna sækir þú um þetta starf?
  • Hvað veistu um fyrirtækið okkar?
  • Hvað hefur þú að bjóða okkur?
  • Segðu stuttlega frá ferli þínum.
  • Hvernig líkar þér að vinna undir álagi, gefðu dæmi?
  • Hvernig vinnur þú úr ágreiningi á vinnustað, nefndu dæmi?
  • Hvernig hefur mæting verið hjá þér á fyrri vinnustöðum?
  • Segðu frá verkefnum sem þú hefur átt frumkvæði að, eða þú hefur tekið að þér sem þér finnst hafa tekist sérlega vel.
  • Hverjir eru helstu styrkleikar þínir?
  • Hverjir eru helstu veikleikar þínir?
  • Hvaða launakröfur hefur þú?
  • Af hverju eigum við að ráða þig?

Það getur verið gott að skrifa niður svörin og æfa viðtalið blaðlaust.

 

Svo er líka ágætt að gera ráð fyrir óvæntum spurningum eins og þessum til dæmis.

  • Af hverju hættirðu í síðasta starfi?
  • Hvaða bók ertu að lesa eða last síðast?
  • Hver er uppáhaldsárstíðin þín og af hverju?
  • Af hvaða afreki ertu stoltust/stoltastur í lífinu?
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband