Fara í efni

Laus störf

Sálfræðingur

VIRK leitar að reyndum og metnaðarfullum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að skima, greina og kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu til VIRK út frá viðtölum og gögnum. Sálfræðingur þarf að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku einstaklings og hvernig best er að styðja viðkomandi í endurkomu til vinnu.

Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í ágúst eða september.

Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2025. Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is.

Hafa samband