Fara í efni

Laus störf

Ráðgjafi VIRK á höfuðborgarsvæðinu

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa vegna aukinna umsvifa. Um er að ræða mjög fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu og þekkingu á einstaklingsráðgjöf og atvinnulífi.  

Skilyrði er heilbrigðismenntun og starfsleyfi frá landlækni auk góðrar kunnáttu í íslensku. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2025. Umsóknir óskast fylltar

Hugbúnaðarsérfræðingur

VIRK leitar að metnaðarfullum og framsæknum hugbúnaðarsérfræðingi til að taka þátt í þróun, viðhaldi og uppbyggingu hugbúnaðarlausna sem styðja við mikilvæga þjónustu VIRK. Unnið er með núverandi upplýsingakerfi í OutSystems og samhliða því lögð drög að innleiðingu framtíðarlausna á sjálfbærum og opnum grunni. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2025. Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is.

Sjúkraþjálfari - Sérfræðingur hjá VIRK

VIRK leitar að reyndum sjúkraþjálfara til starfa í öflugu þverfaglegu teymi. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á endurhæfingu og vellíðan fólks og vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa einstaklingum að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Starfið felur meðal annars í sér að kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu VIRK.

Umsóknarfrestur er til og með 8. desember 2025. Umsóknir óskast fylltar út á alfred.is.

Hafa samband