Fara í efni

Laus störf

Þjónustufulltrúi hjá VIRK

VIRK leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa. Viðkomandi þarf að geta tekist á við fjölbreytt, mikilvægt og gefandi starf í þjónustuveri VIRK. Um er að ræða þjónustu, upplýsingagjöf og leiðsögn við einstaklinga í þjónustu hjá VIRK. Í starfinu felast einnig ýmis skrifstofustörf, innkaup og önnur verkefni sem snúa að innra starfi VIRK.

Umsóknarfrestur til og með 4. janúar 2026. Umsóknir skulu sendar í gegnum alfred.is

Hafa samband