Fara í efni

Launastefna VIRK

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu VIRK. Sviðsstjóri mannauðsmála er tilnefndur fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi.

VIRK greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

  1. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfseiginleikum, stjórnun og verkefnum.
  2. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við launauppbyggingu VIRK, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
  3. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af framkvæmdastjóra sem tryggir að samræmis sé gætt í launagreiðslum. Starfsfólk getur óskað eftir og fengið viðtal við sinn sviðsstjóra um endurskoðun launa. Telji sviðsstjóri þörf á endurskoðun hefur hann samráð við framkvæmdastjóra.
  4. Hjá VIRK eru til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni og þá ábyrgð sem í starfinu felst.

Samþykkt 26. janúar 2018.

Hafa samband