Stefna og framtíðarsýn VIRK
Markmið og hlutverk
Markmið og hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku og virkni á vinnumarkaði.
Framtíðarsýn og áherslur
VIRK skilar samfélagslegum ávinningi með snemmbærri og árangursríkri starfsendurhæfingu og forvörnum sem mæta þörfum einstaklinga og atvinnulífs.
Til að ná fram þessari framtíðarsýn verður unnið að eftirfarandi áherslum næstu árin:
- STARFSENDURHÆFING
- FORVARNIR
- SAMSKIPTI OG MIÐLUN
- VINNUSTAÐURINN
Starfsendurhæfing
- Starfsendurhæfing VIRK er markviss og árangursrík og tekur mið af nýjustu þekkingu, rannsóknum og reynslu á hverjum tíma
- Áhersla er lögð á að lágmarka bið eftir þjónustu og að einstaklingar fái góðar upplýsingar og viðeigandi fræðslu á biðtíma
- Veitt er viðeigandi þjónusta á réttum tíma. Áhersla er að koma snemma að málum í starfsendurhæfingu í samstarfi við atvinnulíf, stéttarfélög, heilbrigðiskerfið og samstarfsstofnanir
- Hjá VIRK er lögð áhersla á þverfaglegt samstarf þar sem markmiðið er að veita árangursríka og samfellda þjónustu
- Atvinnutenging er lykilþáttur í starfsendurhæfingu hjá VIRK þar sem þátttaka á vinnumarkaði er mikilvægur
hluti af starfsendurhæfingarferlinu - VIRK er í góðu samstarfi við atvinnulífið og veitir viðeigandi stuðning við bæði einstaklinga og stjórnendur
- VIRK er leiðandi í rannsóknum og þróun á starfsendurhæfingu
- VIRK er leiðandi í öflun og miðlun þekkingar á starfsendurhæfingu hér á landi
- VIRK nýtir upplýsingar og nýjustu tækni með það að markmiði að auka skilvirkni, gæði og árangur þjónustunnar
Forvarnir
- VIRK veitir þjónustu á sviði forvarna sem hefur það að markmiði að auka starfsgetu og þátttöku á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að efla bæði starfsfólk og stjórnendur til sjálfshjálpar
- Forvarnaþjónusta fyrir einstaklinga miðar að því að viðhalda og efla þátttöku þeirra á vinnumarkaði. Þjónustan er veitt samhliða atvinnuþátttöku
- Forvarnaþjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir er í formi upplýsingamiðlunar, samstarfs og fræðslu
- Forvarnaþjónusta VIRK er veitt í nánu samstarfi við fyrirtæki, stofnanir og fagaðila
- VIRK stuðlar að aukinni þekkingu á sviði forvarna með þátttöku í rannsóknum og þróun
Samskipti og miðlun
- VIRK kemur þjónustu sinni á framfæri við almenning á skýran og fjölbreyttan hátt
- Vitundarvakningar eru nýttar með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og auka möguleika einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði
- VIRK tekur þátt í að vinna að og styðja nauðsynlegar kerfisbreytingar á vinnumarkaði og innan velferðarkerfisins sem hafa það að markmiði að auka velferð og starfsgetu einstaklinga
- VIRK safnar og miðlar reglulega og á fjölbreyttan hátt upplýsingum og fræðslu um nýjustu strauma og stefnur á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK leggur sérstaka áherslu á að miðla upplýsingum og eiga reglulegt samtal um þjónustu og árangur VIRK við eftirfarandi aðila:
- Einstaklinga í þjónustu
- Þjónustuaðila sem eru í samstarfi við VIRK
- Stofnanir velferðarkerfisins
- Atvinnurekendur
- Stéttarfélög
- Lífeyrissjóði
- Ráðuneyti
- Stjórnmálaflokka og kjörna fulltrúa þeirra
Vinnustaðurinn
- VIRK er eftirsóttur vinnustaður þar sem fjölbreyttur hópur starfsfólks vinnur að sameiginlegu markmiði
- VIRK leggur áherslu á heilsusamlegt og eflandi vinnuumhverfi
- Hjá VIRK er góð vinnustaðamenning sem einkennist af uppbyggjandi samskiptum og góðu upplýsingaflæði
- Hjá VIRK er lögð áhersla á vellíðan og árangur og að starfsfólk fái tækifæri til að eflast og þróast í sínu starfi