Fara í efni

Viðmið þjónustuaðila sem starfa fyrir VIRK

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður kaupir einungis þjónustu sem flokkast getur sem hluti af formlegri starfsendurhæfingu og veitt er af fagaðilum með tilskilin réttindi enda er um viðkvæma þjónustu að ræða.

Allir þjónustuaðilar þurf að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu áður en samstarf við VIRK getur hafist og er það gert rafrænt í umsóknarferlinu. 

Hæfniskröfur þjónustuaðila og nauðsynleg fylgigögn umsóknar (helstu hópar):

Félagsráðgjöf

 • Starfsleyfi sem félagsráðgjafi frá embætti landlæknis, 2 ára starfsreynsla að lágmarki
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (löggilding, prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Fíkniráðgjöf

 • Starfsleyfi sem áfengis- og vímuvarnaráðgjafi frá embætti landlæknis, 2 ára reynsla að lágmarki
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (löggilding, prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs

Fjármálaráðgjöf

 • Viðskiptafræðimenntun og reynsla af fjármálaráðgjöf
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (prófskírteini)

Hjúkrunarfræðingur

 • Starfsleyfi frá landlækni, 2 ára starfsreynsla aðlágmarki
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfsendurhæfingu
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (löggilding, prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Iðjuþjálfun

 • Starfsleyfi sem iðjuþjálfi frá embætti landlæknis
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Íþróttafræðingur

 • Prófskírteini eða önnur staðfesting á námi
 • Ferilskrá
 • Umsóknareyðublað um samning við fagaðila utan heilbrigðisstétta (af vef VIRK)

Jógakennari

 • Heilbrigðismenntun eða umfangsmikil reynsla í starfi sem jógakennari
 • Viðurkennt jógakennaranám (skv. viðmiðum Jógakennarafélags Íslands), að lágmarki 200 klst.
 • Prófskírteini og staðfesting á námi
 • Ferilskrá

Kírópraktor

 • Starfsleyfi frá embætti landlæknis
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (löggilding, prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs

Markþjálfun

 • ACC vottun, 250 tímar, önnur fagmenntun af heilbrigðissviði í grunninn
 • PCC vottun, 500 tímar, háskólamenntun sem nýtist í starfsendurhæfingu ef ekki fagmenntun af heilbrigðissviði
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við fagaðila utan heilbrigðisstétta (af vef VIRK)

Náms- og starfsráðgjöf

 • Starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við fagaðila utan heilbrigðisstétta (af vef VIRK)

Næringarráðgjöf

 • Starfsleyfi sem næringarfræðingur eða næringarráðgjafi frá embætti landlæknis
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Osteóptar

 • Starfsleyfi frá embætti landlæknis, 2 ára starfsreynsla að lágmarki
 • Ferilskrá og staðfesting á námi (löggilding, prófskírteini)
 • Umsóknareyðublað um samning við heilbrigðisstarfsmenn (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs

Sálfræðiþjónusta

 • Að lágmarki 2 ára starfsreynsla af meðferðarvinnu með fullorðnum
 • Ferilskrá
 • Umsóknareyðublað um samning við sálfræðinga (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Sjúkraþjálfari

 • Starfsleyfi frá embætti landlæknis
 • Ferilskrá
 • Umsóknareyðublað um samning við sjúkraþjálfara (af vef VIRK)
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna stofureksturs
 • Staðfesting frá embætti landlæknis vegna fjarheilbrigðisþjónustu

Starfsendurhæfingarstöð

 • Samstarfssamningur við VIRK

Starfstengt nám

 • Viðurkenndur fræðsluaðili t.d. með starfsleyfi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti eða félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Túlkaþjónusta

 • Prófskírteini eða önnur staðfesting á námi
 • Ferilskrá
 • Umsóknareyðublað um samning við fagaðila utan heilbrigðisstétta (af vef VIRK)

Hafa samband