Fara í efni

Stefnur og vottanir

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur mikla áherslu á að ná sem mestum árangri í starfsendurhæfingu og á sama tíma að uppfylla lög, reglur og aðrar kröfur.

Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði og gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður.

VIRK lagði í mikla stefnumótunarvinnu árið 2019 og má sjá afrakstur hennar hér. Til stuðnings meginstefnu hefur VIRK sett sér sértækar stefnur, markmið og leiðir.

Stefnur VIRK

Rannsóknarstefna
Upplýsingaöryggisstefna
Innkaupastefna
Mannauðsstefna
Gæðastefna
Skjalastefna
Launastefna
Jafnlaunastefna
Jafnréttisáætlun
Vefkökustefna

Þá er VIRK heimilt samkvæmt lögum að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu.

Stefnur, reglur og umsóknareyðublöð um rannsóknir og úthlutun styrkja og reglur um styrki til kynningarefnis

Reglur um styrki til þróunar- og uppbyggingarverkefna í starfsendurhæfingu
Reglur um úthlutun styrkja vegna rannsóknarverkefna
Umsóknareyðublað vegna styrkja til rannsókna- og þróunarverkefna á vegum VIRK
Reglur um úthlutun styrkja til virkniúrræða
Umsóknareyðublað vegna styrkja til virkniúrræða
Reglur um styrki til framleiðslu og útgáfu kynningarefnis

Vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001:2015

Árið 2016 var gæðastjórnunarkerfi VIRK vottað fyrst samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001 af faggildri skoðunarstofu BSI á Íslandi.

Jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012

Árið 2018 hlaut VIRK fyrst Jafnlaunavottun ÍST 85:2012 að lokinni úttekt á vegum BSI á Íslandi og staðfestingu Jafnréttisstofu.

Hafa samband