Fara í efni

Hvar finnur þú störf?

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Hér getur þú nálgast upplýsingar um aðila sem auglýsa störf og notað þær til að leita að störfum sem gætu komið til greina fyrir þig.

Auglýst störf 

Ein augljósasta leiðin við að leita að starfi er að fylgjast með atvinnuauglýsingum og sækja um álitleg störf. Atvinnuauglýsingar má finna víða en algengast er að atvinnurekendur birti þær á vefmiðlum og í dagblöðum. Einnig leita atvinnurekendur til ráðningarstofa og svo eru mörg fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa á eigin vefsíðum. Þá eru öll störf ríkisins auglýst á Starfatorgi. Þau fyrirtæki sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins láta stundum duga að auglýsa í svæðisblöðum og vefmiðlum sem ná til íbúa á tilteknum landssvæðum svo það getur verið gott að fylgjast með þeim ef áhugi er fyrir starfi á ákveðnu svæði. 

Miðlar sem birta atvinnuauglýsingar

 

 

Vefsíður fyrirtækja – atvinnuauglýsingar og umsóknagátt

Flest fyrirtæki í landinu eru með vefsíðu og mörg þeirra auglýsa laus störf á þeim. Sum fyrirtæki eru einnig með eigin umsóknargrunn sem umsækjendur geta notað til að sækja um auglýst störf eða til að senda inn almennar starfsumsóknir.

Þegar þú fyllir út umsóknir í umsóknargrunnum fyrirtækja skaltu gæta þess að vanda gerð þeirra jafn vel og ferilskrána þína. Þessar umsóknir hafa sama tilgang og ferilskráin og eru geymdar í einhvern tíma hjá fyrirtækinu.

 

Samskiptamiðlar og smáforrit í síma

Smáforritinu Alfreð getur þú hlaðið niður í símann þinn og þá sendir það þér daglega upplýsingar um ný störf.

Á Linkedin getur kynnt þig markvisst og fylgst með auglýstum störfum.

Á Facebook og á Twitter er eitthvað um að störf séu auglýst og þá oftast á vegg fyrirtækjanna sjálfra. Það getur því verið góður leikur að „líka við“ síður þeirra fyrirtækja sem þér finnast áhugaverð.

Athugaðu að meirihluti starfa sem ráðið er í eru ekki auglýst og því oft nauðsynlegt til að ná árangri að nota fleiri leiðir til að finna starf.

 

Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband