Fara í efni

Alfreð - Atvinnuleitarmiðillinn alfred.is

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Alfreð appið og vefurinn alfred.is er einn stærsti atvinnuleitarmiðillinn á Íslandi. Notendur geta sótt um störf með Alfreð prófílnum sínum og fyrirtæki geta nýtt sér fjölbreytt úrvinnslutól til að vinna úr umsóknum.

Alfreð

Alfreð er atvinnuleitarmiðill sem býður upp á vefsíðuna Alfreð.is og app sem þú getur verið með í símanum þínum. Í appinu geturðu stillt á „vaktina þína“ og fengið tilkynningar þegar Alfreð er með störf sem passa við þínar óskir.

Til að sækja um störf sem birtast á Alfreð er umsóknum skilað inn annars vegar með því að senda þær á uppgefið netfang fyrirtækis eða hins vegar í gegn um ráðningarkerfi Alfreðs (blár kall í hægra horni).

Í ráðningakerfinu óska fyrirtækin eftir því að umsækjendur skili inn umsóknum í gegnum Alfreð (bláa kallinn). Úrfylla þarf prófíl til að sækja um starfið og er það einfalt og fljótlegt. Prófílinn getur þú notað aftur og uppfært að vild. Mikilvægt er að prófíllinn þinn sé vel gerður svo að hann veki jákvæða athygli.

Hér koma nokkur skotheld ráð fyrir prófílinn.

  • Þegar þú býrð til prófíl á Alfreð, hafðu þá í huga að velja alltaf annað hvort aðgang í gegnum símanúmerið þitt eða Facebook. Ólíkar innskráningarleiðir búa til tvo prófíla.
  • Myndin þín skiptir öllu máli. Hafðu hana skýra og faglega og mundu að bros sakar aldrei.
  • Tengiliðaupplýsingar verða að vera réttar svo hægt sé að ná í þig.
  • „Um mig“ dálkurinn er hugsaður sem örkynning á þér og þínum högum. Stutt og laggott (3-4 línur eru feikinóg) um þig og áhugamál þín.
  • Vandaðu skráningu um „starfsreynslu“ og „menntun“ á jafn ítarlegan hátt og í ferilskránni þinni.
  • Undir „viðhengi“ er gott að smella inn ferilskrá og kynningarbréfi. Þú þarft að setja inn nýtt kynningarbréf fyrir hverja nýja umsókn. Nafn skjals þarf að vera lýsandi svo sem „Kynningarbréf – Blómstrandi runni (nafn fyrirtækis)“.
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband