Fara í efni

Rannsóknarsamstarf

VIRK - leiðandi afl í rannsóknum á sviði starfsendurhæfingar

VIRK er í lykilstöðu á vettvangi starfsendurhæfingar bæði hérlendis og erlendis. Hvergi annars staðar er að finna jafn víðtæka starfsemi á sviði heilsueflingar þar sem unnið er með fjölþættan og flókinn vanda einstaklinga sem missa starfsgetuna tímabundið eða til frambúðar.

Stefna VIRK er að verða leiðandi afl í þróun hagnýtrar þekkingar á eðli og orsökum skertrar starfsgetu fólks og nýtingu úrræða sem auka virkni og framlag einstaklinga til samfélagsins.

Rannsóknaráð VIRK mun leitast eftir rannsóknarsamstarfi við öflugt vísindafólk á vettvangi starfsendurhæfingar. Sérstök áhersla verður lögð á samstarf við nemendur á meistara- og doktorsnámsstigi og leiðbeinendur þeirra.

Miðlun og sýnileiki rannsóknarniðurstaðna

  • Framþróun þekkingar grundvallast á því að henni sé miðlað til vísindafólks og hagsmunaaðila sem geta nýtt sér hana í starfi og til frekari rannsókna.
  • Rannsóknir gera okkur kleift að prófa úrræði og leiðir, meta árangur þeirra og læra af þeim. Þessi lærdómur verður veganesti til áframhaldandi rannsókna sem nýtast VIRK í þróun starfsendurhæfingar. 

Hafa samband