Fara í efni

Samstarf við sjúkraþjálfara

VIRK kaupir þjónustu af sjúkraþjálfurum um allt land fyrir einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK.

Ráðgjafar og sérfræðingar VIRK taka ákvörðun um kaup á þessari þjónustu í samræmi við þarfir einstaklinga og áherslur í starfsendurhæfingu.

Sjúkraþjáfarar þurfa að fylla út umsóknareyðublað, vista sem pdf-skjal og hlaða upp í gegnum Mínar síður - þjónustuaðilar á tilheyrandi stað í umsókn sinni um um aðild að nýja samningnum.

Greinargerð sjúkraþjálfara tengd reglum um samvinnu sjúkraþjálfara og VIRK sem EKKI eru með samning við VIRK.

Samningur frá 2018 um þjónustu sjúkraþjálfara.

Trúnaðaryfirlýsing samstarfsaðila VIRK

Endurgreiðsla VIRK á hlut einstaklings í sjúkraþjálfun

Einstaklingar í þjónustu þeirra sjúkraþjálfara sem vinna samkvæmt samningi við VIRK, sem tók gildi 14. maí 2018, geta sótt um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna einstaklingshluts í sjúkraþjálfun.

Eftirfarandi gildir um slíkar endurgreiðslur:

  • Endurgreiðsla miðast að lágmarki við 5.000 kr. útlagðan kostnað.
  • Endurgreiðsla er að hámarki 30.000 kr. á hverju almanaksári.
  • Einstaklingur þarf að framvísa til ráðgjafa VIRK númeruðum reikningi frá sjúkraþjálfara auk útprentunar úr Gagna til staðfestingar á því að mætt hafi verið í skiptin og greiðsla hafi átt sér stað.
  • Eingöngu er greiddur einstaklingshlutur í tengslum við skipti sem pöntuð hafa verið af ráðgjafa VIRK.

Að gefnu tilefni er vakin sérstök athygli á því að umsýslugjald vegna samstarfs sjúkraþjálfara við VIRK er að sjálfsögðu greitt af VIRK eins og verið hefur hingað til en ekki af einstaklingnum.

Eini munurinn er sá að umsýslugjaldið hækkaði úr 400 kr. í 1.100 kr. með nýja samningnum. Sjúkraþjálfarar geta innheimt umsýslugjaldið samkvæmt nýja taxtanum um leið og þeir hafa undirritað nýja samninginn og verið samþykktir inn í rafrænt kerfi VIRK. Hér fyrir neðan má sjá útdrátt úr 7. grein samningsins:

Einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á og skulu greiða kostnaðarhlutdeild sína í sjúkraþjálfun í samræmi við þau lög, reglur og saminga sem um kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðsikerfinu gilda.

Fyrir vinnu vegna umsýslu, greinargerða og þátttöku á skilafundi verður greitt í samræmi við eftirfarandi gjaldskrá:

Verkþáttur Lýsing Fjárhæð
Greinargerð

Greiðsla fyrir umbeðna greinargerð frá sjúkraþjálfara sbr. 6. gr. samningsins.
Aðeins er greitt fyrir greinargerð ef ráðgjafi hefur óskað eftir henni með formlegri beiðni.

7.000 kr.
Kostnaður vegna umsýslu og samskipta við ráðgjafa

Greiðsla fyrir umsýslukostnað vegna samskipta sjúkraþjálfa við ráðgjafa VIRK og skráningar í upplýsingarkerfi VIRK.

1.100 kr fyrir hvert skipti einstaklings í sjúkraþjálfun.
Þátttaka í skilafundi að loknu sérhæfðu mati

Greiðsla fyrir komu og þátttöku á skilafundi í kjölfar mats.

14.000 kr


Vakin er sérstök athygli á því að VIRK greiðir 7.000 kr fyrir greinargerð sjúkraþjálfara sem ekki eru með samning við VIRK.

Um er að ræða heildarverð vegna umræddra viðbótarverka sem sjúkraþjálfarar vinna vegna samstarfs við VIRK. Ekki mun vera um frekari greiðslur að ræða frá VIRK til sjúkraþjálfara nema samkvæmt sérstöku samkomulagi.

Vakin er sérstök athygli á því að VIRK greiðir 7.000 kr fyrir greinargerð sjúkraþjálfara sem ekki eru með samning við VIRK.

Hafa samband