01.03.2021
Fjölgum hlutastörfum og aukum sveigjanleika á vinnumarkaði
VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári útskrifast fjöldi einstaklinga úr starfsendurhæfingu frá VIRK og er tæplega 80% þeirra virk á vinnumarkaði við útskrift; fer í vinnu, nám eða virka atvinnuleit.