Fara í efni

Fréttir

Er þinn vinnustaður klár í kombakk?

VIRK stendur fyrir kynningarherferð með það að markmiði að hvetja okkur sem samfélag til að taka vel á móti þeim sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn eftir veikindi eða slys og einnig fjölga fyrirtækjum og stofnunum í samstarfi við Atvinnutengingu VIRK.

Úthlutun styrkja VIRK

VIRK veitir árlega styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Alls hlutu 25 aðilar styrk að þessu sinni.

Er allt í gulu á þínum vinnustað?

VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlitið buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði á Teams miðvikudaginn 18. september. Upptöku af fundinum má finna í fréttinni.

Hugsum um: Höfuð, herðar, hné og tær!

VIRK og Vinnueftirlitið standa að vitundarvakningunni Höfuð herðar hné og tær um mikilvægi þess að byggja upp traust og heilbrigða vinnustaðamenningu sem leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks.

Hreyfing - Allra meina bót?

Þegar rætt er um heilbrigðan lífstíl, forvarnir í þágu heildu fólks og heilsueflingu er hreyfing alltaf nefnd nefnd meðal annarra grunnþátta eins og hollrar næringar, útivistar, hvíldar og geðræktar.

Úrræði í atvinnutengdri starfsendurhæfingu

Ytri þjónustuaðilar í starfsendurhæfingu gegna veigamiklu hlutverki í þjónustu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og segja má að gott samstarf við fagaðila um allt land leggi hornstein að árangursríkri starfsendurhæfingu.

Inntökuferli VIRK og þverfaglegur stuðningur - Skyggnst á bak við tjöldin

Frá stofnun VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs hefur verið byggt upp öflugt kerfi þverfaglegs stuðnings og faglegs gæðaeftirlits. Tilgangur kerfisins er að tryggja einstaklingum í starfsendurhæfingu bestu mögulegu þjónustu og að þverfaglegt teymi sérfræðinga með mismunandi fagþekkingu komi að málum þjónustuþega ásamt að ráðgjöfum.

ICF flokkunarkerfið í starfsendurhæfingarferli VIRK

Frá því að VIRK hóf starfsemi sína hefur ICF flokkunarkerfið (International Classification of Functioning, Disability and Health) og hugmyndafræði þess verið nýtt í matsferli starfsendurhæfingar.

Langtíma veikindi og líðan á vinnustað

Á síðustu misserum og árum hefur mikil umræða átt sér stað um líðan fólks á vinnustað, enda ekki að ósekju. Við verjum stórum hluta vökutíma okkar á vinnustöðum, sem geta verið af ólíku tagi, en eiga þó það sameiginlegt að samskipti við samstarfsfólk og/eða viðskiptavini eiga mikilvægan þátt í því að starfsemin gangi upp.

Vellíðan í vinnu er verkefni okkar allra

Síðastliðin ár hefur markvisst verið unnið að forvörnum hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði. Hefur það verið gert með margvíslegum hætti en helst ber að nefna forvarnasíðuna velvirk.is en þar er að finna talsvert af fræðsluefni sem er opið öllum. Farið hefur verið í reglulegar vitundarvakningar er hafa til dæmis varðað jafnvægi vinnu og einkalífs, samskipti og kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Hafa samband