Fara í efni

Ferilskrá - Uppsetning

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Þú ættir að vanda til verka þegar þú gerir ferilskrána þína. Uppsetningin fylgir ekki neinum tilteknum reglum, en þó eru atriði sem mikilvægt er að hafa í huga.
  • Uppsetningin þarf að vera nógu einföld til að auðvelt sé að skima yfir hana og sjá fljótt aðalatriðin um þig sem umsækjanda.
  • Textinn þarf að vera vel og vandlega yfirlesinn. Gættu að innsláttar og stafsetningarvillum sem gætu hafa slæðst með og fáðu einhvern til að lesa yfir fyrir þig.
  • Vertu viss um að allar upplýsingar um tengiliði séu réttar. Bæði hjá sjálfum þér og meðmælendum.
  • Gættu þess að öll ártöl tengd námi, störfum og námskeiðum séu í réttri tímaröð. Hafðu það nýjasta efst og elsta neðst.
  • Gættu að því að hafa texta hnitmiðaðan og ekki of langan svo að aðalatriðin týnist ekki.
  • Gefðu réttu hlutunum vægi og pláss. Ef þú hefur unnið á vinnustað í lengri tíma þá er eðlilegt að það starf taki meira pláss og fái meira vægi á ferilskránni heldur en eitt sumarstarf.
  • Stundum getur verið betra að hafa menntun efst í ferilskránni og yfirlit starfa þar fyrir neðan. Þetta á til dæmis vel við í þeim tilvikum þegar nokkur tími er liðið frá því að einstaklingur var í starfi. Hafðu þann þátt efstan sem gefur nýjustu eða bestu mynd af þér.
  • Sum störf og atvinnuauglýsingar krefjast þess að ferilskráin sé ítarlegri en ella. Þá er gott að hafa í huga að gefa þeim hlutum aukið vægi sem tengjast nákvæmlega hæfniskröfum starfsins.
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband