Fara í efni

Stjórn og stofnaðilar

Stjórn VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs er skipuð fjórtán fulltrúum. Nánar tiltekið fjórum frá ASÍ, einum frá BSRB, einum frá KÍ og BHM sameiginlega, fjórum frá SA, einum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, einum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg sameiginlega, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir hönd samtakanna og einum frá félags- og húsnæðismálaráðherra. Skipa skal og tíu fulltrúa til vara, tvo frá ASÍ, einn frá BSRB, einn frá BHM og KÍ sameiginlega, tvo frá SA, einn frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, einn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg sameiginlega, einn frá Landssamtökum lífeyrissjóða og einn frá félags- og húsnæðismálaráðherra.

Framkvæmdastjórn er skipuð sex fulltrúum úr stjórn. Tveimur frá ASÍ, tveimur frá SA, einum frá heildarsamtökum opinberra starfsmanna og einum frá opinberum vinnuveitendum. Formaður og varaformaður stjórnar skulu vera í hópi þessara sex fulltrúa í framkvæmdastjórn og aðrir skulu kjörnir á fyrsta stjórnarfundi eftir ársfund ár hvert.

Stjórn VIRK 2021-2022

Formaður:
Ragnar Þór Pétursson 

Varaformaður:
Lóa Birna Birgisdóttir  

Meðstjórnendur:
Drífa Snædal
Guðmundur Heiðar Guðmundsson
Halldóra Friðjónsdóttir
Heiðrún Björk Gísladóttir
Helga Hafsteinsdóttir
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Lilja K. Sæmundsdóttir
Ragnar Þór Ingólfsson
Sólveig B. Gunnarsdóttir
Unnur Sverrisdóttir
Þórey S. Þórðardóttir

Varamenn:
Anna Hermannsdóttir
Álfheiður M. Sívertsen
Georg Páll Skúlason
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
Jóhann Gunnar Þórarinsson
Karl Rúnar Þórsson
Margrét Sigurðardóttir
Ólafur Garðar Halldórsson
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Sigurbjörn Sigurbjörnsson

Framkvæmdastjórn VIRK 2021-2022 

Drífa Snædal
Heiðrún Björk Gísladóttir
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir
Lilja K. Sæmundsdóttir
Lóa Birna Birgisdóttir
Ragnar Þór Pétursson

Stofnaðilar VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs:

Alþýðusamband Ísland
Samtök atvinnulífsins
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
Bandalag háskólamanna
Kennarasamband Íslands
Fjármálaráðherra
Reykjavíkurborg
Launanefnd sveitarfélaga

VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður er sjálfseignastofnun sem var upphaflega stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í maí 2008. Í janúar 2009 var síðan undirrituð ný stofnskrá sjóðsins með aðkomu stéttarfélaga og atvinnurekenda á opinberum vinnumarkaði. Sjóðurinn byggir á samkomulagi um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar í kjarasamningum á vinnumarkaði á árinu 2008. Sjá má stutt ágrip af sögu VIRK hér.

Um VIRK gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012. Samkvæmt lögunum eiga atvinnurekendur, lífeyrissjóðir og ríkið að greiða hver um sig 0,10% af heildarlaunagreiðslum á vinnumarkaði til VIRK- sjá nánar hér.

Með kjarasamningum ASÍ og SA í febrúar 2008 var undirrituð yfirlýsing um uppbyggingu sjóðsins, yfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.

Hafa samband