Ytri samskiptastefna VIRK
1. Tilgangur og markmið
- Stuðla að opnum, traustum og faglegum samskiptum við þjónustuþega VIRK, þjónustuaðila, samstarfsstofnanir, aðila vinnumarkaðarins og almenning
- Efla skilning samfélagsins á mikilvægi starfsendurhæfingar og hlutverki VIRK
2. Leiðarljós
- Fagmennska – samskipti endurspegla faglegt hlutverk VIRK og byggja á þekkingu og áreiðanleika.
- Virðing – samskipti skulu einkennast af virðingu fyrir einstaklingum, trúnaði og fjölbreytileika
- Metnaður, gagnsæi og aðgengi – allar upplýsingar skulu vera skýrar, heildstæðar og aðgengilegar
3. Hagaðilar
- Þjónustuþegar
- Þjónustuaðilar í samstarfi við VIRK
- Aðilar vinnumarkaðarins
- Lífeyrissjóðir
- Stofnanir velferðarkerfisins
- Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
- Stjórnmálaflokkar og kjörnir fulltrúar þeirra
- Almenningur
4. Samskiptaleiðir
- Vefsíða VIRK (virk.is). Aðalupplýsingagátt fyrir einstaklinga, fjölmiðla og samstarfsaðila
- Forvarnavefur VIRK (velvirk.is). Gagnvirkur vefur með skýrt markmið, að veita vandaða fræðslu og ráðleggingar sem nýtast einstaklingum sem vilja aukið jafnvægi í lífi og starfi sem og vinnustöðum sem vilja bæta eða viðhalda góðu vinnuumhverfi
- Vefsíður vitundarvakninga VIRK (kombakk.is - hhht.is - ungvirk.is)
- Mínar síður þjónustuþega VIRK. Einstaklingar í þjónustu hafa ávallt upplýsingar um stöðu sinna mála og geta átt samskipti við sinn ráðgjafa
- Mínar síður þjónustuaðila. Þjónustuaðilar eiga í samskiptum við starfsfólk VIRK í gegnum Mínar síður
- Samfélagsmiðlar. Regluleg miðlun á fræðsluefni, árangurssögum og almennum upplýsingum um starfsemi VIRK
- Fjölmiðlar. Útgáfa fréttatilkynninga, viðtöl og kynningar
- Fundir, kynningar og námskeið. Meðal annars í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóði, velferðarkerfið og atvinnulífið.
5. Efnisáherslur
- Réttar og uppfærðar upplýsingar um þjónustu, ferla og réttindi
- Fræðsla um starfsendurhæfingu, forvarnir, heilsu og mikilvægi atvinnuþátttöku
- Vitundarvakning um mikilvægi virkrar þátttöku í samfélagi og atvinnulífi
- Skýr framsetning á tölfræði og árangursögur um áhrif starfseminnar
6. Ábyrgð og hlutverk
- Forstjóri VIRK: Ber ábyrgð á heildarstefnu, opinberum yfirlýsingum og samskiptum við fjölmiðla í umboði stjórnar VIRK
- Samskiptastjóri: Fylgir eftir innleiðingu stefnunnar og ber ábyrgð á ytri miðlun
- Starfsfólk: Leggur áherslu á fagmennsku og virðingu í daglegum samskiptum við þjónustuþega, þjónustuaðila, fagaðila og aðra hagaðila
7. Mælingar og eftirfylgni
- Hálfs árs greining á fjölmiðlaumfjöllun og samfélagsmiðlanotkun
- Regluleg þjónustukönnun meðal þjónustuþega
- Regluleg könnun um viðhorf og þekkingu almennings gagnvart VIRK
- Endurskoðun stefnunnar á þriggja ára fresti eða oftar ef þörf krefur
Samþykkt af stjórn VIRK 17. desember 2025