Fara í efni

Forvarnaverkefni VIRK

Markmiðið með forvarnarstarfi VIRK er að styðja við starfsmenn og stjórnendur til að sporna við brotthvarfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests.

Forvarnaverkefni VIRK heldur m.a. úti vefsíðunni velvirk.is sem inniheldur ýmsan fróðleik, ráðleggingar, greinar, tæki og tól til að stuðla að auknu jafnvægi í lífinu og aukinni vellíðan í vinnu. Á vefsíðunni má finna mikið af gagnlegum efni og góðbendingum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum auk annarra.

Þá hefur forvarnaverkefnið sett af stað Velvirk í starfi sem gengur út á að bjóða starfsfólki og stjórnendum aukinn stuðning í forvarnarskyni til að efla starfsfólk og stjórnendur og auka vellíðan í vinnu.

Forvarnaverkefni VIRK heldur einnig utan verkefni sem unnið er í samstarfi við Vinnueftirlitið, Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis og hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests.

Velvirk í starfi

VIRK bíður starfsfólki og stjórnendum aukinn stuðning í forvarnarskyni til að efla starfsfólk og stjórnendur, auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.

Í boði er stuðningsefni á velvirk.is, hægt er að hringja í sérfræðinga Velvirk í starfi og mögulegt er að senda inn fyrirspurn.

Sjá nánar á Velvirk í starfi.

Samstarfsverkefni í forvörnum

VIRK hefur síðan 2018 unnið með Vinnueftirlitinu, velferðarráðuneytinu og embætti landlæknis að sérstöku forvarnaverkefni með því merkmiði að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Forvarnaverkefnið er fjölþætt:

  • Rannsókn á því hvaða þættir hafa áhrif á það hvort einstaklingar sem glíma við langtímaveikindi snúi til baka í vinnu. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Vinnueftirlitið og Sjúkrasjóð VR. Félagsvísindastofnun HÍ sér um framkvæmd rannsóknarinnar.
  • Vitundarvakningar um þá þætti á vinnustöðum og í umhverfi einstaklinga sem geta valdið heilsubresti og óvinnufærni - sjá nánar hér.
  • Vefsíða – velvirk.is - sem inniheldur ýmsan fróðleik, ráðleggingar, greinar, tæki og tól til að stuðla að auknu jafnvægi í lífinu og aukinni vellíðan í vinnu. Á vefsíðunni má finna mikið af gagnlegum efni og góðbendingum sem nýtast starfsfólki og stjórnendum auk annarra.

Heilsueflandi vinnustaður

Heilsueflandi vinnustaður er samstarfsverkefni VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins og hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks. Byggt er á viðmiðum um heilsueflandi vinnustaði og gagnvirk verkfæri á vefnum heilsueflandi.is eru nýtt til þess að ná markmiðunum. 

Viðmiðin á vefnum eru aðgengileg öllum vinnustöðum á landinu án endurgjalds. Þeir vinnustaðir sem nýta sér viðmiðin á heilsueflandi.is geta merkt sig með merki Heilsueflandi vinnustaðar.

Heilsueflandi vinnustaður hentar öllum vinnustöðum óháð stærð, atvinnugrein eða staðsetningu. Hver vinnustaður getur nýtt viðmið Heilsueflandi vinnustaðar út frá sínum þörfum, forsendum og möguleikum. Ávinningur vinnustaða af því að huga að heilsu starfsfólks er óumdeilanlegur.

Nánar um Heilsueflandi vinnustað.

Morgunfundir um Heilsueflandi vinnustað

Reglulegir morgunfundir eru liður í samstarfinu um Heilsueflandi vinnustað. Upptökur af fundunum má finna hér að neðan.

Er allt í gulu á þínum vinnustað? - 28. september 2023

Skref fyrir skref - 29. mars 2023

Ertu á svölum vinnustað? - 18. maí 2022

Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi - 16. mars 2022

Breytingar á vinnustöðum eftir Covid - 9. nóv 2021

Eflum heilsu á vinnustöðum - kynning á viðmiðum um heilsueflandi vinnustað - 7. okt 2021

Líðan starfsfólks og leiðir til velsældar - 25. feb 2021

Fjarvinna og staðvinna - Ógnir og tækifæri - 29. okt 2020

Kulnun - Hvað höfum við lært sem nýtist okkur nú? - 26. maí 2020

Jákvæðir starfshættir á heilsueflandi vinnustað - 15. jan 2020

Heilsueflandi viðmið rýnd og mótuð - 14. nóv 2019

Fara teymisvinna og vellíðan saman? - 12. sept 2019

Er ávaxtakarfa og líkamsræktarstyrktur nóg? - 9. maí 2019

Hamingja á vinnustöðum er alvörumál! - 21. feb 2019

Hafa samband