Fara í efni

Algengar spurningar í atvinnuviðtali

Verkfærið hefur verið vistað undir Niðurstöðurnar mínar
Hér finnur þú dæmi um spurningar sem þú getur búist við að fá í atvinnuviðtali. Þú ættir að renna yfir þær og undirbúa hvernig þú ætlar að svara.

Endilega kynntu þér efnið á Hver ert þú? ef þig vantar hugmyndir að orðum til að lýsa þér.

  • Segðu mér frá sjálfri/sjálfum þér.
  • Hvaða fimm orð lýsa þér best
  • Af hverju sækir þú um þetta tiltekna starf?
  • Hvað drífur þig áfram í starfi?
  • Hvernig mun menntun þín, reynsla eða hæfileikar gagnast í starfinu hjá okkur?
  • Hvers konar verkefni finnst þér gaman að leysa?
  • Hvernig verkefni finnst þér erfitt að leysa?
  • Hvert er viðhorf þitt til samvinnu?
  • Hvers vegna sækir þú um þetta starf?
  • Hvað veistu um fyrirtækið okkar?
  • Hvað hefur þú að bjóða okkur?
  • Segðu stuttlega frá ferli þínum.
  • Hvernig líkar þér að vinna undir álagi? Gefðu dæmi.
  • Hvernig vinnur þú úr ágreiningi á vinnustað? Nefndu dæmi.
  • Segðu frá verkefnum sem þú hefur átt frumkvæði að.
  • Segðu frá verkefnum sem þú hefur tekið að þér sem þér finnst hafa tekist sérlega vel.
  • Hverjir eru helstu styrkleikar þínir?
  • Hverjir eru helstu veikleikar þínir?
  • Á hvaða sviðum gætir þú bætt þig?
  • Hvernig telur þú að fólk sem þú hefur unnið með eða yfirmaður komi til með að lýsa þér?
  • Hvernig ertu til heilsunnar?
  • Af hverju hættir þú í síðasta starfi?
  • Getur þú útskýrt þann tíma sem upplýsingar vantar um í ferilskránni þinni? (ef er eyða í ferli)
  • Hvernig hefur mæting verið hjá þér á fyrri vinnustöðum?
  • Hvar sérðu þig efir 2/5 ár?
  • Hver eru langtímamarkmið þín varðandi þetta starf?
  • Hvaða væntingar hefurðu til starfsins eða fyrirtækisins?
  • Er eitthvað sem þú vilt spyrja um?
  • Hvaða launakröfur hefur þú?
  • Af hverju ættum við að ráða þig?
Getum við bætt efni síðunnar?

Hafa samband