Fara í efni

Fréttir

Stöðug þróun og skýr sýn til framtíðar

Árið 2024 var mjög annasamt ár í starfssemi VIRK. Aldrei hafa fleiri umsóknir þjónustu borist til VIRK og fjöldi nýrra einstaklinga í þjónustu á árinu 2024 er sá mesti frá upphafi.

Styrkjum VIRK úthlutað

Alls bárust 47 umsóknir og 22 þeirra fengu styrk þetta árið. Að þessu sinni var horft sérstaklega til þess að styrkja verkefni og/eða úrræði sem sniðin voru að þörfum einhverfra einstaklinga.

Hvað getum við gert til að styðja við starfsfólkið okkar?

Það hefur lengi verið vitað að góð vinna hefur jákvæð áhrif á heilsu einstaklinga sem gerir þeim kleift að vera afkastamiklir í vinnunni1. Þá eru mörg dæmi um að það að heilsubrestur komi ekki í veg fyrir að einstaklingar séu virkir á vinnumarkaðinum. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera utan vinnumarkaðar vegna atvinnuleysis eða heilsubrests getur tengst ýmsum heilsufarslegum og félagslegum vandamálum svo sem lélegri líkamlegri heilsu og vanlíðan. Það er því mikilvægt að lögð sé áhersla á að gera starfsfólki kleift að vera áfram í vinnunni ef það getur það og innleiða ýmsa verkferla sem aðstoða vinnuveitendur við að átta sig á hvaða starfsfólk þurfi mögulega á aðstoð að halda til þess.

Hvað kostar kulnun? Efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu

Niðurstöður okkar benda til þess að vinnutengd streita hafi í för með sér verulegan efnahagslegan kostnað. Kulnun hefur neikvæð og varanleg áhrif á framleiðni einstaklinga og getu þeirra til að sinna störfum sínum, með tilheyrandi tekjutapi fyrir einstaklingana sjálfa og kostnaði fyrir fyrirtæki og hið opinbera. Það er því mikið í húfi að draga úr þessum kostnaði. Niðurstöður okkar sýna jafnframt að líkurnar á kulnun aukast þegar einstaklingar með lágt streituþol veljast í streituvaldandi störf, og að hægt er að spá fyrir um kulnun með nokkurri nákvæmni.

Aukin forvarnaþjónusta hjá VIRK

Í tengslum við stefnumótunarvinnu sem fór af stað hjá VIRK síðastliðið haust var ákveðið og kynnt í desember 2024 að aukin áhersla yrði lögð á forvarnaþjónustu hjá VIRK, m.a. með nýju forvarnasviði þar sem lögð yrði aukin áhersla á aukna þjónustu við einstaklinga og atvinnulíf.

Úrræði í atvinnutengdri starfsendurhæfingu

Einkunnarorð VIRK, fagmennska, metnaður og virðing leggja grunninn að öflugu samstarfi við fjölda fagaðila í starfsendurhæfingu víðsvegar um landið. Samstarfið felur í sér stöðugar umbætur, tilraunaverkefni, þróunarverkefni, áherslu á gagnreyndar aðferðir og mat á þörfum einstaklinga hverju sinni.

Horfum til styrkleika hvers og eins

Við erum tólf atvinnulífstenglar sem vinnum fyrir VIRK á höfuðborgarsvæðinu og höfum reglulega fundi okkar í millum og skiptumst á faglegum og gagnlegum upplýsingum. Þrír atvinnulífstenglar starfa á landsbyggðinni og eru líka í sambandi við okkur hér þegar þörf krefur. Starfið í atvinnutengingu getur verið krefjandi en jafnframt skemmtilegt og gefandi þegar vel gengur. Það er gott að vinna í teymi þar sem ríkir traust og stuðningur og það er óhætt að segja það um teymið sem stendur á bak við atvinnutengingu VIRK.

Þjónusta við einhverfa í starfsendurhæfingu hjá VIRK

Einhverfir einstaklingar eiga, eins og aðrir á aldrinum 16-70 ára, fullan rétt á starfsendurhæfingu að uppfylltum skilyrðum um þjónustu hjá VIRK. Þjónustan er ávallt einstaklingsmiðuð og er færni einstaklinga metin í samhengi við heilsubrest með tilliti til hindrana og styrkleika hvers og eins.

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi

Þegar leitað er upplýsinga um Ung VIRK verkefnið segir Elísa það hafa verið sett á fót hjá VIRK með það að markmiði að auka atvinnu- og eða námsþátttöku hjá ungu fólki. „Við leggjum helsta áherslu á að aðstoða fólk við að komast í vinnu eða nám með því að vinna með þær hindranir sem fólk er að glíma við þegar það kemur til VIRK." 

Ung VIRK

Ung VIRK er viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa vel að til að tryggja farsæla starfsendurhæfingu. Ávinningurinn af að koma þessum einstaklingum í nám eða vinnu er óumdeilanlegur, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið allt.

Hafa samband