Fara í efni

Fréttir

Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 17 aðilar hlutu styrki að þessu sinni.

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Í þjónustukönnun VIRK kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK og mjög mikil ánægja með starf ráðgjafa. Almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra; sjálfsmynd þeirra sé sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri við lok þjónustu.

Atvinnulífstenglar VIRK

VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári ljúka fjölmargir einstaklinga þjónustu hjá VIRK og eru virkir á vinnumarkaði; fara í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Árið 2020 voru 79% af þeim virkir á vinnumarkaði við lok þjónustu.

Heilsueflandi vinnustaður

Einn angi forvarnarverkefnis VIRK tengist formlegu samstarfi með embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu við að taka saman viðmið fyrir „Heilsueflandi vinnustað“. Samstarfið hófst snemma árs 2019 og er markmið þess að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum.

Það borgar sig að fjárfesta í fólki

Á árinu 2020 komu 2.331 nýir einstaklingar inn í þjónustu VIRK og 1.601 einstaklingar luku þjónustu. Þetta er mesti fjöldi nýra og útskrifaðra einstaklinga frá upphafi. Um 2.600 einstaklingar voru í þjónustu í árslok.

Álít styrkleikamerki að leita til VIRK

Viðmótið sem mætir manni á skrifstofu Karenar Björnsdóttur, ráðgjafa VIRK hjá BSRB, ber vott um að þar fari manneskja sem er vön að tala við fólk. Við tyllum okkur niður með Karen og ræðum stundarkorn við hana um starf ráðgjafa frá ýmsum hliðum og þær áskoranir í vinnulagi sem kórónuveirufaraldurinn hefur krafist.

Andlegri heilsu Íslendinga hrakar – Hvað veldur?

Umræðan um aukið algengi geðraskana í íslensku samfélagi hefur sjaldan verið meiri en nú. Fjölmiðlum er tíðrætt um viðfangsefnið og hafa mörg félaga- og góðgerðasamtök, heilbrigðisstofnanir og fagfélög heilbrigðisstétta, bent á að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill og að hann fari vaxandi.

Hafa samband