Fara í efni

Fréttir

VIRK Mannauðshugsandi vinnustaður

VIRK er á meðal leiðandi íslenskra vinnustaða sem uppfylla ströng skilyrði HR Monitor til að vera útnefndur Mannauðshugsandi vinnustaður árið 2021.

Dagbók VIRK 2022

Dagbók VIRK 2022 er komin út og þjónustuþegar VIRK geta nálgast hana hjá ráðgjöfum sínum um allt land og í Borgartúni 18.

Breytingar á vinnustöðum eftir Covid 19

VIRK, embætti landlæknis og Vinnueftirlit ríkisins buðu upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi þriðjudaginn 9. nóvember. Upptaka af fundinum verður aðgengileg til 16. nóvember.

Viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað kynnt

Viðmið fyrir heilsueflandi vinnustað voru kynnt þann 7. október og vefsvæði opnað á heilsueflandi.is sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að skapa heilsueflandi umhverfi fyrir starfsfólk sitt.

Formlegt samstarf VIRK við stofnanir velferðarkerfisins

Auk samstarfs ráðgjafa og atvinnulífstengla VIRK við fagaðila, stofnanir og fyrirtæki í starfsendurhæfingarferli einstaklinga þá hefur VIRK byggt upp formlegt samstarf við aðila velferðarkerfisins sem miðar að því að bæta enn frekar flæði og vinnuferla með hagsmundi einstaklinga í huga.

Styrkjum VIRK úthlutað

VIRK veitir einu sinni á ári styrki til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. 17 aðilar hlutu styrki að þessu sinni.

Atvinnuþátttaka stuðlar að heilbrigðu samfélagi

Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Í þjónustukönnun VIRK kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK og mjög mikil ánægja með starf ráðgjafa. Almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra; sjálfsmynd þeirra sé sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri við lok þjónustu.

Atvinnulífstenglar VIRK

VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári ljúka fjölmargir einstaklinga þjónustu hjá VIRK og eru virkir á vinnumarkaði; fara í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Árið 2020 voru 79% af þeim virkir á vinnumarkaði við lok þjónustu.

Hafa samband