13.05.2021
Bókarýni - Þegar karlar stranda og leiðin í land
Höfundurinn Sirrý segir að spurningar hafi vaknað í kjölfar fyrri bókarinnar sem hún vann í samstarfi við VIRK um hvernig þessum málum sé háttað hjá karlmönnum. Kulna þeir, örmagnast eða brotna þeir? Sirrý lýsir bókinni sem viðtalsbók við sigurvegara, karla sem hafa strandað í lífinu en rifið sig upp og náð landi í einkalífi og starfi.