VIRK býður upp á starfsendurhæfingu samhliða vinnu því vinnan sjálf getur oft verið besta úrræðið í starfsendurhæfingunni. Margir þjónustuþegar hafa nýtt sér þennan kost.
Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar.
Ársrit VIRK verður venju samkvæmt gefið út á ársfundi VIRK sem haldinn verður í aprílmánuði 2022. Þema ársritsins 2022 verður vinnustaður framtíðarinnar.