Fara í efni

Fréttir

Bókarýni - Þegar karlar stranda og leiðin í land

Höfundurinn Sirrý segir að spurningar hafi vaknað í kjölfar fyrri bókarinnar sem hún vann í samstarfi við VIRK um hvernig þessum málum sé háttað hjá karlmönnum. Kulna þeir, örmagnast eða brotna þeir? Sirrý lýsir bókinni sem viðtalsbók við sigurvegara, karla sem hafa strandað í lífinu en rifið sig upp og náð landi í einkalífi og starfi.

Þróunarverkefni VIRK – Kulnun í starfi

Það er mikilvægt þegar rætt er um menn og málefni að ákveðin samstaða sé um skilgreiningar á því sem átt er við, þó vissulega geti verið skiptar skoðanir um málefnið. Umræður geta verið af hinu góða og mikilvægt að opnað sé á samtalið og fólk hvatt til að segja frá sér, sinni líðan og högum.

Horft til framtíðar: IPS – Individual placement and support

Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit - Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn

Þolinmæði mikilvægasti eiginleikinn

„Hér ríkir starfsgleði, ys og þys. Enginn dagur er eins. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Við erum stoltar af að vinna hjá VIRK sem er frábært fyrirtæki og gerir mikið gagn.“

Ár nýrra áskorana

Auk fjölgunar nýrra einstaklinga í þjónustu þá glímdu ráðgjafar, starfsmenn, þjónustuaðilar og þjónustuþegar við nýjar og um margt flóknar áskoranirnar sem fylgdu Covid-19.

Leiðtogahæfni til framtíðar – forvarnir á 21 öldinni

Við þörfnumst hver annars, við erum fædd til að tengjast. Eitt af því mikilvægasta sem við erum að læra á þessum COVID tímum er að allir skipta máli, að fjölbreytileikinn gerir okkur sterkari til að takast á við áskoranir lífsins.

Reynsla stjórnenda af því að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu

Þátttaka á vinnumarkaði er einstaklingum mikilvæg, bæði sem tekjuöflun og til að uppfylla ýmsar persónulegar þarfir. Starfsfólk með skerta starfsgetu á oft erfitt uppdráttar á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka þess hóps er almennt lægri en meðal almennings. Aðgengi starfsfólks með skerta starfsgetu að störfum á vinnumarkaði er meðal annars háð því hvernig viðhorf stjórnenda er til ráðninga einstaklinga úr þeim hópi. Hér verða kynntar niðurstöður úr nýlegri rannsókn þar sem rætt var við stjórnendur um viðhorf þeirra til slíkra ráðninga.

Geðheilbrigði og tækni

Á síðastliðnum árum hefur orðið mikil aukning á úrræðum sem ætlað er að bæta líðan, geðheilbrigði og lífsgæði fólks í gegnum netið eða snjallsímaforrit. Rannsóknir benda til að nánast helmingur fólks þjáist einhvern tímann á lífsleiðinni af geðröskun. Rannsóknir benda einnig til að almennt sé frekar erfitt að fá viðeigandi meðferð við geðröskunum og að það eigi við á Íslandi eins og víðast hvar annars staðar.

Ársrit VIRK komið út

Hægt verður að nálgast ársritið á starfsstöðvum VIRK auk þess sem finna má ársritið rafrænt á Issuu og á vef VIRK.

Ársfundur VIRK 2021

Sökum samkomutakmarkana vegna COVID-19 þá var ársfundur VIRK haldinn með rafrænu sniði þriðjudaginn 27. apríl kl. 13.00-14.00.

Hafa samband