Fara í efni

Fréttir

Heilsueflandi vinnustaður

Einn angi forvarnarverkefnis VIRK tengist formlegu samstarfi með embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu við að taka saman viðmið fyrir „Heilsueflandi vinnustað“. Samstarfið hófst snemma árs 2019 og er markmið þess að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum.

Það borgar sig að fjárfesta í fólki

Á árinu 2020 komu 2.331 nýir einstaklingar inn í þjónustu VIRK og 1.601 einstaklingar luku þjónustu. Þetta er mesti fjöldi nýra og útskrifaðra einstaklinga frá upphafi. Um 2.600 einstaklingar voru í þjónustu í árslok.

Álít styrkleikamerki að leita til VIRK

Viðmótið sem mætir manni á skrifstofu Karenar Björnsdóttur, ráðgjafa VIRK hjá BSRB, ber vott um að þar fari manneskja sem er vön að tala við fólk. Við tyllum okkur niður með Karen og ræðum stundarkorn við hana um starf ráðgjafa frá ýmsum hliðum og þær áskoranir í vinnulagi sem kórónuveirufaraldurinn hefur krafist.

Andlegri heilsu Íslendinga hrakar – Hvað veldur?

Umræðan um aukið algengi geðraskana í íslensku samfélagi hefur sjaldan verið meiri en nú. Fjölmiðlum er tíðrætt um viðfangsefnið og hafa mörg félaga- og góðgerðasamtök, heilbrigðisstofnanir og fagfélög heilbrigðisstétta, bent á að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill og að hann fari vaxandi.

Bókarýni - Þegar karlar stranda og leiðin í land

Höfundurinn Sirrý segir að spurningar hafi vaknað í kjölfar fyrri bókarinnar sem hún vann í samstarfi við VIRK um hvernig þessum málum sé háttað hjá karlmönnum. Kulna þeir, örmagnast eða brotna þeir? Sirrý lýsir bókinni sem viðtalsbók við sigurvegara, karla sem hafa strandað í lífinu en rifið sig upp og náð landi í einkalífi og starfi.

Þróunarverkefni VIRK – Kulnun í starfi

Það er mikilvægt þegar rætt er um menn og málefni að ákveðin samstaða sé um skilgreiningar á því sem átt er við, þó vissulega geti verið skiptar skoðanir um málefnið. Umræður geta verið af hinu góða og mikilvægt að opnað sé á samtalið og fólk hvatt til að segja frá sér, sinni líðan og högum.

Horft til framtíðar: IPS – Individual placement and support

Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit - Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn

Þolinmæði mikilvægasti eiginleikinn

„Hér ríkir starfsgleði, ys og þys. Enginn dagur er eins. Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt. Við erum stoltar af að vinna hjá VIRK sem er frábært fyrirtæki og gerir mikið gagn.“

Hafa samband