Fara í efni

Fréttir

Markmiðið að koma fólki til fyrri getu

„Ef ég skynja að eitthvert ákveðið vandamál sé hindrun fyrir einstakling að komast á skrið þá vinn ég með það. Ég reyni að hjálpa fólki að öðlast þau lífsgæði að komast út á vinnumarkaðinn eða í skóla, og að njóta sín þar.“ Áhugavert viðtal við Eirík Jón Líndal sálfræðing sem hefur verið meðferðaraðili í samstarfi við VIRK um árabil.

Ákvað að lifa í ljósinu

„Mér leist ekki á hvernig aðstæður mínar voru að þróast. Ég hafði heyrt ávæning af tali um VIRK frá skyldfólki. Ég vildi alls ekki enda á örorku heldur reyna að komast út á vinnumarkaðinn aftur.“

Legg áherslu á að koma eins fram við alla

„Mér hefur fundist afskaplega gaman að fylgjast með þessum ungu mönnum finna sig í lífi og starfi, það er beinlínis gott fyrir sálina og hjartað að sjá hvað þeir hafa staðið sig vel.“

Var alltaf að sanna mig

„Núna finnst mér þetta hafa verið frábært tækifæri til að fara í alla þessa sjálfskoðun og geta fundið út hvað hrjáði mig. Að horfa inn á við leiðir ýmislegt í ljós. Ég er metnaðargjörn en maður má ekki ganga á varaforða sinn.“

Viljum sýna samfélagslega ábyrgð

„Áherslan hjá okkur er að viðkomandi hafi hlutverk hjá fyrirtækinu. Sé hluti af samfélaginu okkar. Við höfum líka lagt áherslu á einstaklingurinn fá sinn „mentor“, það er einhvern sem styður hann í starfinu.“

17 milljarða ávinningur

17,2 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2018 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling var 12,7 milljónir króna.

Heilsuhjól heilbrigðara lífs

„Heilsa er getan til að aðlagast og stjórna ferðinni þegar við mætum líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu.” Áhugavert viðtal við Machteld Huber um jákvæða heilsu.

Styrkjum VIRK úthlutað

Veittir voru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og þróunarverkefna á ársfundi VIRK, alls til 13 aðila.

Hafa samband