27.05.2024
Langtíma veikindi og líðan á vinnustað
Á síðustu misserum og árum hefur mikil umræða átt sér stað um líðan fólks á vinnustað, enda ekki að ósekju. Við verjum stórum hluta vökutíma okkar á vinnustöðum, sem geta verið af ólíku tagi, en eiga þó það sameiginlegt að samskipti við samstarfsfólk og/eða viðskiptavini eiga mikilvægan þátt í því að starfsemin gangi upp.