Fara í efni

Fréttir

Vinna og verkir

Starfstengdir stoðkerfisverkir teljast til verkjaástands sem rekja má til, eða leiðir af sér, skerta starfsgetu til skemmri eða lengri tíma. Hversu mikið starfsgetan skerðist fer eftir ýmsu, meðal annars hversu slæmir verkirnir eru, eðli þeirra og öðrum tengdum einkennum.

Aukum atvinnuþátttöku – Hlutaveikindi í starfi

Langvarandi fjarvera frá vinnu vegna veikinda eða slysa er kostnaðarsöm fyrir samfélagið auk þess sem hún getur haft skaðleg áhrif á heilsu einstaklinga þegar til lengri tíma er litið.

Langvinnir verkir, starfsendurhæfing og endurkoma til vinnu

Í starfsendurhæfingu er nauðsynlegt að geta hugað að styrkleikum og hindrunum samtímis. Mikilvægt er að átta sig á því hvernig heilsufar og færniskerðingar hafa áhrif á atvinnuþátttöku en jafnframt er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvaða færni og styrkleikar eru til staðar sem nýst geta á vinnumarkaði.

Fyrirtæki áhugasöm um vinnuafl frá VIRK

Á miðvikudögum er Telma Dögg Guðlaugsdóttir atvinnulífstengill yfirleitt að störfum í húsakynnum VIRK í Borgartúni og þar hittum við hana fyrir. Hennar vinnustaður er þó í Reykjanesbæ þar sem hún aðstoðar þjónustuþega VIRK á Suðurnesjum í atvinnuleit.

Stöðug þróun og góður árangur

„Þessi vegferð undanfarinna 15 ára hefur verið bæði skemmtileg og gefandi en líka stundum krefjandi og þroskandi. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða."

Össur og Vista VIRKT fyrirtæki 2023

Össur Iceland og Vista fengu viðurkenningu sem VIRKt fyrirtæki á ársfundi VIRK nýverið. Viðurkenningin var þá veitt í fyrsta sinn og verður veitt árlega héðan í frá.

Ársfundur VIRK 2023

Ársfundur VIRK var haldinn þriðjudaginn 25. apríl kl. 13.30-15.30 í salnum Háteigi á Grand Hótel Reykjavík.

Hafa samband