VIRK veitir árlega styrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Auk þess veitir VIRK styrki til úrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Í þessari grein er fjallað um fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á vegum VIRK og sjúkrasjóða tíu stéttarfélaga á atvinnustöðu einstaklinga sem höfðu fengið greidda sjúkradagpeninga vegna veikinda árið 2018 og 2019.
Bókin Mindset Matters - Developing Mental Agility and Resilience to Thrive in Uncertainty, kom út árið 2022 og er skrifuð af Dr. Gemmu Leigh Roberts. Roberts er sálfræðingur á sviði vinnusálfræði og hefur aðstoðað einstaklinga, teymi og mörg af stærstu fyrirtækjum heims við að byggja upp seiglu og vinna með hugafar til aukins árangurs og vaxtar.
VIRK hefur lagt áherslu á fjölbreytt verkefni á sviði forvarna undanfarin ár. Þessi verkefni skiptst í fjóra flokka: Heilsueflandi vinnustaður, rannsóknir, velvirk.is og vitundarvakningar.
Það er óumdeilt að rannsóknir – sem byggja á gagnreyndum rannsóknaraðferðum – eru grundvöllur að framþróun þekkingar. Þetta á sérstaklega við um hið þverfaglega eðli starfsendurhæfingar en þar reynir á aðkomu og samvinnu ólíkra fagstétta.
Hlutverk úrræðasviðs VIRK er að hafa umsjón með þeirri þjónustu sem VIRK kaupir, sinna eftirliti með þjónustukaupum og tryggja upplýsingastreymi varðandi úrræði til þjónustuaðila, ráðgjafa, atvinnulífstengla og sérfræðinga VIRK. Þá er þróunar- og umbótastarf fyrirferðarmikið á sviðinu.
Starfstengdir stoðkerfisverkir teljast til verkjaástands sem rekja má til, eða leiðir af sér, skerta starfsgetu til skemmri eða lengri tíma. Hversu mikið starfsgetan skerðist fer eftir ýmsu, meðal annars hversu slæmir verkirnir eru, eðli þeirra og öðrum tengdum einkennum.