VIRK framúrskarandi fyrirtæki
Til baka
04.11.2025
VIRK framúrskarandi fyrirtæki
Creditinfo staðfesti nýverið að VIRK Starfsendurhæfingarsjóður er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2025.
Eingöngu komu til greina þau fyrirtæki sem staðist hafa styrkleikamat Creditinfo og uppfylla ströng skilyrði sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2025.
2,5% fyrirtækja í landinu uppfylla kröfurnar. VIRK er nr. 62 af 1158 fyrirtækjum sem teljast framúrskarandi.
Til að teljast framúrskarandi fyrirtæki 2025 þarf að uppfylla þessi skilyrði:
- Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2022–2024
- Hefur skilað nýjasta ársreikningi á réttum tíma
- Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
- Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2022–2024
- Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2022–2024
- Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2021–2023
- Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárin 2023-2024 og að lágmarki 55 milljónir króna rekstrarárið 2022
- Eignir voru a.m.k. 120 milljónir króna reikningsárin 2023-2024 að lágmarki 110 milljónir króna reiknisárið 2022
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni