„Þessi vegferð undanfarinna 15 ára hefur verið bæði skemmtileg og gefandi en líka stundum krefjandi og þroskandi. Það sem hefur þó kannski þroskað mig mest er að fá innsýn inn í aðstæður og líðan þeirra einstaklinga sem leita til VIRK og að fá að heyra sögu þeirra til aukinnar vinnugetu og lífsgæða."
Össur Iceland og Vista fengu viðurkenningu sem VIRKt fyrirtæki á ársfundi VIRK nýverið. Viðurkenningin var þá veitt í fyrsta sinn og verður veitt árlega héðan í frá.
Árið 2022 töldu 58% umsækjenda sig glíma við einkenni kulnunar, kulnun var nefnd sem ein ástæða tilvísunar í 14,1% beiðna til VIRK en 6,1% beiðnanna uppfylltu skilyrði WHO um kulnun.
2.306 einstaklingar hófu starfsendurhæfingu á vegum VIRK á árinu 2022, 3% fleiri en árinu áður. 1.760 þjónustuþegar útskrifuðust frá VIRK á nýliðnu ári, 5% færri en 2021 en það ár var metár í útskriftum frá VIRK.