Fara í efni

Gjaldfrjáls bílastæði aðeins fyrir gesti Guðrúnartúns 1

Til baka

Gjaldfrjáls bílastæði aðeins fyrir gesti Guðrúnartúns 1

Bílastæðin við Guðrúnartún 1 eru oftast þéttsetin og oft nánast ómögulegt að fá stæði. Raunin er sú að margir leggja í bílastæðin sem eiga ekki erindi í húsnæðið og alltof oft eru ekki laus bílastæði fyrir starfsmenn og þá sem eiga erindi í húsið.

Til þess að bæta þjónustu og aðgengi þeirra sem eiga erindi í húsið þá verður bílastæðunum við Guðrúnartún 1 aðgangsstýrt með nýju kerfi í samstarfi við Securitas frá mánudeginum 21. október. Bílastæðin verða eingöngu ætluð gestum og starfsfólki hússins frá kl. 7.00 til 19.00 á virkum dögum og geta þeir aðilar sem ekki eiga erindi í húsið átt von á rukkun/gjaldtöku að upphæð 4.500 kr.

Ská þarf bílnúmer

Þeir sem eiga erindi til VIRK í Guðrúnartúnið á 1 hæð eða á 4. hæð þurfa að skrá bílnúmer ökutækis síns í kerfi sem staðsett verður í móttökurýmunum á báðum hæðum og munu við það fá úthlutað tíma á stæðunum.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband