26.05.2021			
			
	Mjög mikil ánægja með ráðgjafa
				Í þjónustukönnun VIRK kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK og mjög mikil ánægja með starf ráðgjafa. Almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra; sjálfsmynd þeirra sé sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri við lok þjónustu.