Fara í efni

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Til baka

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Þegar þjónustuþegi lýkur starfsendurhæfingu hjá VIRK þá býðst honum að taka þátt í þjónustukönnun þar sem hann er beðinn um að svara spurningum um þjónustuna og einstaka þætti hennar. 

Niðurstöður þjónustukannana VIRK sýna að almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra og að við lok þjónustu sé sjálfsmynd þeirra sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri. 

Mikil ánægja með þjónustu

Í þjónustukönnuninni kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK. Árið 2020 voru 89% þjónustuþega ánægð með þjónustu VIRK, 5% hvorki né, en 6% voru óánægð með þjónustuna.

Frá marsmánuði 2020 var spurt sérstaklega að því hversu vel eða illa þjónustuþegum finnst VIRK hafa aðlagað þjónustuna að þörfum þeirra á tímum Covid-19 faraldursins og næstum 9 af hverjum 10 þjónustuþegum telja að VIRK hafi tekist vel að aðlaga þjónustuna erfiðum tímum.

8 af hverjum 10 þjónustuþegum telja að þjónusta VIRK hefði bætt lífgæði þeirra og aukið starfsgetu eins og sjá má í myndunum hér að ofan og neðan. 

Þá telur góður meirihluti, eða 8-9 af hverjum 10 þátttakendum í þjónustukönnuninni, VIRK standa sig vel í að veita réttar upplýsingar, leysa vandamál og að finna úrræði í samræmi við þarfir þeirra.

Mjög mikil ánægja með ráðgjafa

Mikill meirihluti, eða rúmlega 9 af hverjum 10 þátttakendum í þjónustukönnuninni, eru ánægðir með starfsendurhæfingar-ráðgjafa sinn; þjónustuþegum finnst viðmót ráðgjafanna gott, þeir standi sig vel í hvatningu og ráðgjafarnir njóta trausts þjónustuþeganna.

Nokkur ummæli þjónustuþega úr þjónustukönnuninni - svör við spurningunni „Af hverju ánægja með þjónustu VIRK?“:

The people from VIRK that are working with me have done a great job regardless with the situation with the Covid19 they continue with my rehabilitation.
Allt var til fyrirmyndar og ég náði skjótum bata á skömmum tíma. Sérstakt hrós fyrir skjót viðbrögð við fyrstu Covid bylgjunni, fyrirvaralaust sáu fagðilar VIRK sér fært um að snara námskeiðum og fundum yfir í fjarskipti sem er algerlega aðdáunarvert og virkaði hnökralaust að mínu mati. Ég er endalaust þakklàt fyrir alla þá góðu þjónustu sem ég fékk frá VIRK.
Tel að Covid hafi hjálpað mér þar sem meðfeðin var lengd og í kjölfarið á því að ég fékk meiri tíma til þess að kafa dýpra í sjálfa mig og grafa upp ýmislegt sem ég hefði sennilega ekki gert ef ég hefði verið styttra í starfsendurhæfingu.
Ráðgjafinn minn var himnasending. Vefurinn hjá VIRK er afar upplýsandi og góður.
Öll þjónusta góð, hlustað á mig og fundið út hvað hentar mér. Ég fékk tækifæri til að átta mig betur á mínum erfiðleikum sem hindra mig í að geta sinnt starfi betur.
Mjög góð þjónusta í boði og frábær samvinna t.d. í sjúkraþjálfun, hjá sálfræðingi o.fl. Ég er mjög þakklát og mun aldrei gleyma þessum stuðningi og hjálp!
Handleiðsla ráðgjafans í gegnum ferlið og persónuleg og sérsniðin nálgun. Tækifæri til að prófa ólíka hluti, sem ég hefði mögulega ekki prófað sjálf til að bæta heilsuna.
Góður stuðningur og góð uppbygging og hvatning til að halda áfram á vinnumarkaði. Mjög ánægður með gott starfsfólk VIRK.
I am very satisfied with help I get, and with the employes from VIRK and Samvinna, they are very helpfull and kind people.
Lausnamiðaðar aðgerðir sniðnar að hverjum og einum. Fjölda úrræða í boði og fagmennsku og þekkingu bæði ráðgjafa og tengdra aðila. 
Mín persónulega reynsla er sú að hver einstaklingur frá VIRK, sem ég kynntist, var mjög indæll og vingjarnlegur, tilbúinn að hjálpa mér í öllum þáttum og aðstæðum.
Lausnir fundnar sem hentuðu mér svo ég gæti stundað áfram vinnu og það að ég gat unnið 50 % með og viðmótið frá ráðgjafanum. 
Það sem reyndist mér svo vel og ég fann fyrst fyrir hjá VIRK var fordómaleysi og skilningur á aðstæðum mínum. Ég fékk mikinn og góðan andlegan stuðning og endalausa hvatningu hjá ráðgjafa.
VIRK bjargaði lífi mínu og geðheilsu - og ég stend í lappirnar í dag. Það að hafa komist í gegnum þennan kafla í lífi mínu heil og sterkari eru bestu meðmælin sem ég get gefið. 
VIRK einfaldlega virkar! Ég hefði ekki gert helminginn af því sem ég fékk tækifæri til að gera á þessu tímabili, ef ég hefði ekki fengið stuðning frá VIRK til að sækja fræðslu og meðferðir sem voru nauðsynlegar fyrir mig og hjálpuðu gríðarlega við endurhæfingu.
All the services are helpful.
VIRK bjargaði mér á erfiðustu tímum sem ég hef gengið í gegnum. Ég fann fyrir stuðningi og vinsemd og samkennd. Væri ekki í vinnu í dag ef VIRK hefði ekki komið mér aftur af stað.
I am more positive in finding solution and begin in preparing work opportunity, eventhough we are still in the pandemic situation.

Fréttir

06.06.2024
30.04.2024

Hafa samband