Vegna hertra sóttvarnarreglna og tilmæla um að takmarka ferðalög milli landshluta hefur verið ákveðið að fresta ráðstefnu VIRK og Háskólans á Bifröst - vonandi fram í nóvember.
Forvarnir spila mikilvægt hlutverk í starfi VIRK. Hæst ber verkefnið VelVIRK sem sinnir fræðslu og stuðlar að heilsueflingu á vinnustöðum og hefur vakið marga til umhugsunar um streituvalda.
Nýr og endurhannaður ytri vefur VIRK fór í loftið miðvikudagsmorguninn 2. september. Á nýja vefnum er leitast við straumlínulaga upplýsingagjöf VIRK og gera hana markvissari auk þess að bryddað er upp á ýmsum nýjungum.
Í flóknu kerfi er alltaf hægt að gera betur og það er hlutverk allra aðila velferðarkerfisins að leita sífellt nýrra leiða til að bæta þjónustu og samvinnu milli kerfa og stofnana. Til að slíkt sé mögulegt þá er mikilvægt að menn komi sér saman um sameiginlega sýn þar sem hagsmunir einstaklinga og samfélagsins í heild sinni eru í forgrunni.
Rannsóknir í gegnum tíðina hafa gefið sterkar vísbendingar um jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Það að taka þátt í launaðri vinnu gefur lífinu merkingu.
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður árið 2008 til að styðja við einstaklinga og atvinnurekendur og auðvelda endurkomu til vinnu. Enn í dag er þetta mikilvægt hlutverk VIRK - að styðja og efla starfsgetu einstaklinga sem hafa vilja og getu til þess að komast aftur á vinnumarkað í kjölfar veikinda eða slysa.
DR. Christina Maslach er bandaríska sálfræðingur og prófessor (Emerita) í sálfræði við Berkleyháskóla í Kaliforníu og hefur unnið að rannsóknum á ýmsum sviðum innan félags- og heilsusálfræði er er þekktust fyrir að vera brautryðjandi í rannsóknum á vinnutengdri kulnun.
Í byrjun árs 2019 var sett af stað samstarfsverkefni um bætt lífskjör og lífsgæði ungs fólks með skerta starfsgetu á vegum félagsmálaráðuneytisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Tryggingarstofnunar ríkisins, velferðarðsviðs Reykjavíkurborgar, Vinnumálastofnunar og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs