Vegna hertra sóttvarnarreglna og tilmæla um að takmarka ferðalög milli landshluta hefur verið ákveðið að fresta ráðstefnu VIRK og Háskólans á Bifröst - vonandi fram í nóvember.
Forvarnir spila mikilvægt hlutverk í starfi VIRK. Hæst ber verkefnið VelVIRK sem sinnir fræðslu og stuðlar að heilsueflingu á vinnustöðum og hefur vakið marga til umhugsunar um streituvalda.
Nýr og endurhannaður ytri vefur VIRK fór í loftið miðvikudagsmorguninn 2. september. Á nýja vefnum er leitast við straumlínulaga upplýsingagjöf VIRK og gera hana markvissari auk þess að bryddað er upp á ýmsum nýjungum.
Í flóknu kerfi er alltaf hægt að gera betur og það er hlutverk allra aðila velferðarkerfisins að leita sífellt nýrra leiða til að bæta þjónustu og samvinnu milli kerfa og stofnana. Til að slíkt sé mögulegt þá er mikilvægt að menn komi sér saman um sameiginlega sýn þar sem hagsmunir einstaklinga og samfélagsins í heild sinni eru í forgrunni.