14.05.2021
Andlegri heilsu Íslendinga hrakar – Hvað veldur?
Umræðan um aukið algengi geðraskana í íslensku samfélagi hefur sjaldan verið meiri en nú. Fjölmiðlum er tíðrætt um viðfangsefnið og hafa mörg félaga- og góðgerðasamtök, heilbrigðisstofnanir og fagfélög heilbrigðisstétta, bent á að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill og að hann fari vaxandi.