Fara í efni

Virkjum góð samskipti á vinnustöðum

Til baka

Virkjum góð samskipti á vinnustöðum

Mikilvægi góðra samskipta á vinnustað er inntak vitundavakningar sem VelVIRK, forvarnarverkefni VIRK, stendur fyrir í febrúar.

Samskipti á vinnustað geta verið flókin og ástæður samskiptavanda margskonar. Stundum skapast óheppilegt samskiptamynstur sem vindur upp á sig og getur haft veruleg áhrif á líðan okkar, jafnvel löngu eftir að vinnudegi lýkur.

Því er mikilvægt að tekið sé á slíkum vanda eins fljótt og auðið því góð samskipti eru forsenda vellíðunar starfsfólks.

Kynningaherferð vitundarvakningarinnar vísar inn á sérstaka síðu á velvirk.is um samskipti á vinnustöðum sem finna má hér og auglýsingarnar má finna á Youtubesíðu VIRK.


Fréttir

03.04.2024
29.01.2024

Hafa samband