Fara í efni

21,3 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK

Til baka

21,3 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK

21,3 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2020 og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling nam 13,3 milljónum króna.

Niðurstöður skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir stjórn VIRK sýna að 21,3 milljarða króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2020 reiknað á föstu verðlagi en rekstrarkostnaður VIRK nam 3,5 milljörðum sama ár.

Í skýrslunni var einnig reiknaður meðalsparnaður, ávinningur samfélagsins af virkni einstaklinganna, á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK og nam hann 13,3 milljónum króna á árinu 2020, einnig reiknað á föstu verðlagi.

Þetta er áttunda árið í röð sem VIRK fær Talnakönnun til að greina árangur og ávinning af starfsemi sinni. Sem fyrr var unnið útfrá ópersónugreinanlegum upplýsingum úr gagnagrunni VIRK um þá einstaklinga sem útskrifuðust úr þjónustu VIRK árin 2013-2020 auk þess að unnið var með upplýsingar lífeyrissjóða um meðallaun.

Fundinn var mælikvarði á sparnað af starfsemi VIRK sem tekur mið af raunverulegum árangri, árangri sem felst í að flýta endurhæfingu, stytta tímabil óvinnufærni einstaklinga og minnka tíðni örorku.

Sýnt er fram á í skýrslunni að ábatinn af starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK skilar sér til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi aukinna skatttekna. Ofan á þetta kemur svo bættur hagur einstaklinga, bæði fjárhagslegur auk þeirra lífsgæða sem felast í því að geta tekið fullan þátt í samfélaginu.

Sjá nánar:
Skýrslur Talnakönnunar
VIRK í tölum
Árangur VIRK


Fréttir

30.11.2022
23.09.2022

Hafa samband