Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi er einfaldara, greiðslur hækka, dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði kjósi það svo. M.a. er stuðningur aukinn við fólk í endurhæfingu og áhersla lögð á að hindra að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat.
Alls bárust 47 umsóknir og 22 þeirra fengu styrk þetta árið. Að þessu sinni var horft sérstaklega til þess að styrkja verkefni og/eða úrræði sem sniðin voru að þörfum einhverfra einstaklinga.
Viðurkenningin VIRKT fyrirtæki er veitt fyrirtækjum eða stofnunum sem sinnt hafa samstarfinu við atvinnutengingu VIRK sérlega vel, sýnt samfélagslega ábyrgð og þannig hvatt önnur fyrirtæki til góðra verka.
20,2 milljarða ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2024 og sparnaður samfélagsins á hvern útskrifaðan þjónustuþega VIRK nam 14,3 milljónum króna það ár.
Jósef Sigurðsson, dósent við Hagfræðideild Stokkhólmsháskóla, ræddi efnahagsleg áhrif vinnutengdrar streitu og kostnað kulnunar og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK, fór yfir rannsókn á algengi kulnunar á íslenskum vinnumarkaði.
Að þessu sinni verður sérstaklega horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einhverfra einstaklinga í styrkveitingum VIRK - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.