Rétt þjónusta á réttum tíma
Rétt þjónusta á réttum tíma
Í nóvemberlok 2025 eru um 3.000 einstaklingar í þjónustu VIRK og 10% fleiri hafa byrjað starfsendurhæfingu hjá VIRK á árinu en á sama tíma í fyrra.
Alls hafa um 27 þúsund einstaklingar komið í þjónustu til VIRK frá upphafi sem samsvarar um 11,5% af fjölda einstaklinga á vinnumarkaði á Íslandi. 20 þúsund einstaklingar hafa lokið þjónustu hjá VIRK, um 80% þeirra voru virk á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi.
Mikil áhersla er að tryggja rétta þjónustu á viðeigandi tíma fyrir hvern og einn sem leitar til VIRK. Áhersla er lögð að koma snemma að málum í starfsendurhæfingu í samstarfi við atvinnulíf, stéttarfélög, heilbrigðiskerfið og samstarfsstofnanir.
Um 54% þeirra einstaklinga sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK hafa verið innan við 6 mánuði frá vinnu og hefur sá tími styst undanfarin misseri. 29% hafa verið lengur en eitt ár frá vinnu þegar sótt er um hjá VIRK eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.
Við þróun á þjónustu VIRK er mikilvægt að vera vakandi fyrir samfélagslegum breytingum og áskorunum sem þeim fylgja. Undanfarin ár hafa verið starfandi innan VIRK sérstakir faghópar sem halda utan um þjónustu fyrir ákveðna hópa þjónustuþega. Leitast er við að mæta öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum á þeirra forsendum og tryggja að til staðar séu úrræði við hæfi.

Allir þessir hópar ná mjög góðum árangri í starfsendurhæfingu hjá VIRK og þjónustukannanir VIRK sýna að þjónustuþegar eru mjög ánægðir með þjónustuna og telja hana auka verulega bæði lífsgæði sín og vinnugetu.
Sjá nánar um forvarnaþjónustu VIRK, atvinnutengingu VIRK, Ung VIRK og í VIRK í tölum og Árangur VIRK.