Atvinnuþátttaka eflir samfélagið, stuðlar að verðmætasköpun og eykur lífsgæði, það vilja allir vera þátttakendur í samfélaginu. Hafa hlutverk, finna að okkar sé þörf, tilheyra hópi og leggja okkar af mörkum. Öll viljum við reyna á okkur, setja okkur markmið, finna styrkleika okkar og glíma við hæfileg verkefni.
Í þjónustukönnun VIRK kemur fram mikil ánægja með þjónustu VIRK og mjög mikil ánægja með starf ráðgjafa. Almennt telja þjónustuþegarnir að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif á stöðu þeirra; sjálfsmynd þeirra sé sterkari, starfsgeta meiri og líkamleg og andleg heilsa betri við lok þjónustu.
Á árinu 2020 komu 2.331 nýir einstaklingar inn í þjónustu VIRK og 1.601 einstaklingar luku þjónustu. Þetta er mesti fjöldi nýra og útskrifaðra einstaklinga frá upphafi. Um 2.600 einstaklingar voru í þjónustu í árslok.
Það er mikilvægt þegar rætt er um menn og málefni að ákveðin samstaða sé um skilgreiningar á því sem átt er við, þó vissulega geti verið skiptar skoðanir um málefnið. Umræður geta verið af hinu góða og mikilvægt að opnað sé á samtalið og fólk hvatt til að segja frá sér, sinni líðan og högum.
Einstaklingsmiðaður stuðningur við starfsleit - Individual placement and support (IPS) – er alltaf að festa sig betur í sessi hér á Íslandi sem og annars staðar en um er að ræða gagnreynda aðferðafræði sem hefur skilað góðum árangri þegar kemur að því að aðstoða einstaklinga inn á vinnumarkaðinn
Auk fjölgunar nýrra einstaklinga í þjónustu þá glímdu ráðgjafar, starfsmenn, þjónustuaðilar og þjónustuþegar við nýjar og um margt flóknar áskoranirnar sem fylgdu Covid-19.