Fara í efni

Greinar og viðtöl

Fjarúrræði virka mjög vel

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir er ráðgjafi VIRK á Vestfjörðum. Hún býr í Bolungarvík en svæðið sem hún þjónustar er allur Vestfjarðakjálkinn og gott betur.

Áherslubreyting í málefnum fólks með fíknivanda

Áður var gerð krafa á að einstaklingur með fíknivanda næði að lágmarki 3-6 mánaða edrúmennsku áður en til starfsendurhæfingar kæmi. VIRK hefur nú ákveðið að leggja fremur áherslu á að horfa á hvert mál fyrir sig með tilliti til stöðugleika í edrúmennsku og líðan einstaklings.

Kulnun í starfi

Haustið 2020 var sett af stað þróunarverkefni innan VIRK tengt kulnun (e.burnout). Upphaf verkefnisins má að mörgu leyti rekja til aukinnar umræðu um kulnun á vinnumarkaði, en sú umræða hefur verið töluverð síðastliðin ár.

Starfsendurhæfing samhliða vinnu – SSV

Endurkoma til vinnu eftir langtíma veikindi getur oft verið erfið og krefst í mörgum tilfellum góðrar samvinnu milli starfsmanns og vinnuveitandans til að hún verði árangursrík.

Bókarýni - Völundarhús tækifæranna

Bókin Völundarhús tækifæranna kom út árið 2021 og höfundar eru þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við HÍ og sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum, og Herdís Pála Pálsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum og rekstri.

Ávarp stjórnarformanns

Að hnjóta um lífsins hála svið, að hrasa og falla – en upp á við, er ferill að framfara auði.

„Björgunarhringur á ólgandi hafi“

Árið 2021 var gott ár í þjónustu VIRK þrátt fyrir sérstakar aðstæður vegna Covid. Í starfsemi VIRK var lögð mikil áhersla á það að halda uppi eins mikilli þjónustu og mögulegt var þrátt fyrir samkomutakmarkanir.

Atvinnulífstenglar VIRK

VIRK leggur áherslu á að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga í þjónustu og styðja þá til endurkomu inn á vinnumarkaðinn. Á hverju ári ljúka fjölmargir einstaklinga þjónustu hjá VIRK og eru virkir á vinnumarkaði; fara í vinnu, nám eða virka atvinnuleit. Árið 2020 voru 79% af þeim virkir á vinnumarkaði við lok þjónustu.

Heilsueflandi vinnustaður

Einn angi forvarnarverkefnis VIRK tengist formlegu samstarfi með embætti landlæknis og Vinnueftirlitinu við að taka saman viðmið fyrir „Heilsueflandi vinnustað“. Samstarfið hófst snemma árs 2019 og er markmið þess að stuðla að betri heilsu og vellíðan á vinnustöðum.

Hafa samband