Fara í efni

Virkjum góð samskipti

Til baka

Virkjum góð samskipti

Ingibjörg Lofsdóttir sviðsstjóri og Líney Árnadóttir sérfræðingur

 

VIRK hefur á undanförnum árum staðið fyrir vitundarvakningum í tenglsum við Velvirk forvarnarverkefni VIRK sem nú er orðið að sérstöku formvarnarsviði hjá VIRK.

Tilgangur vakninganna er að vekja fólk til umhugsunar um menningartengd fyrirbæri sem við getum stundum sofnað á verðinum gagnvart. Þau geta átt upptök sín í vinnustaðamenningu eða viðhorfum samfélagsins til vinnu eða jafnvel verið birtingarmynd álags eða slæmra samskipta á vinnustöðum.

Skilaboð vakningarinnar eru einföld; við þurfum öll að vanda okkur og þá ekki síst stjórnendur sem geta með góðum samskiptum stuðlað að vellíðan starfsfólks.

Markmiðið er að pota í og fá okkur til að staldra við og færa samskiptin til betri vegar og þannig sporna við vanlíðan og jafnvel í einhverjum tilfellum að koma í veg fyrir álagstengd veikindi sem geta í versta falli leitt til brotthvarfs af vinnumarkaði.

Fókus fyrstu vakningarinnar sem fór af stað haustið 2019 var á álag og það samfélagslega viðurkennda fyrirbæri að það sé eitthvað svalt við það að hafa „brjálað að gera“. Vakningin fékk mjög jákvæðar viðtökur og mikið áhorf.

Haustið 2020 var farið í mun minni vakningu enda Covid ástandið í algleymingi. Í það skiptið var áherslan á góð samskipti og talað beint inn í ástandið með því að vísa til þess að góð samskipti smiti út frá sér, ekki ósvipað og Covid smitin breiddust út.

Í lok sl. árs var síðan farið af stað með þriðju vakninguna og í þetta skiptið er talað enn betur inn í góð samskipti og fólk hvatt til að „virkja góð samskipti“. Virkjum góð samskipti herferðin á alltaf við og benda má á lendingarsíðu vakningarinnar inn á velvirk.is þar sem nálgast má efni um uppbyggileg samskipti og hver ávinningur þeirra getur verið á vinnustöðum.

Samskipti eru til alls fyrst og góð samskipti leggja grunn að farsælli menningu á vinnustað. Skilaboð vakningarinnar eru einföld; við þurfum öll að vanda okkur og þá ekki síst stjórnendur sem geta með góðum samskiptum stuðlað að vellíðan starfsfólks.

Greinin birtist fyrst í ársriti VIRK 2022


Fréttir

27.04.2024
30.05.2024

Hafa samband