22.01.2014
Markviss aðstoð um endurkomu til vinnu
"Við höfum lagt áherslu á að treysti fólk sér ekki til þess að byrja í fullri vinnu að loknu veikindaleyfi sé möguleiki á að hliðra til. Það er mikið öryggisatriði því að tilhugsunin um að þurfa að byrja í fullu starfi getur valdið miklum kvíða.
Það er miklu dýrmætara að starfsmaðurinn komi til baka í einhverja vinnu í stað þess að sitja heima, bæði fyrir hann sjálfan og fyrirtækið.“