22.01.2014
Í vinnu á ný vegna góðrar aðstoðar
,,Ég fékk leiðbeiningar varðandi ýmislegt sem vafðist fyrir mér og ég var hvött áfram til þess að fara í vinnu eða nám. Öll þessi aðstoð á þátt í því að mér líður miklu betur þótt ég sé ekki enn búin að ná mér að fullu. Betri líðan mín á einnig sinn þátt í því að ég er farin að fara á stefnumót með fyrrverandi eiginmanni mínum.Við höfum uppgötvað að grasið er ekki grænna hinum megin. Það tekur stundum tíma að átta sig á því.