22.01.2014
Hárrétt staðið að málum
Ég hafði ekki gert mér grein fyrir hversu mikil tækifæri felast í þessu starfi. Nú er þegar komin reynsla á að starfsmenn Orkuveitunnar njóti aðstoðar Starfsendurhæfingarsjóðs og það er óhætt að reikna með að tilvikin verði fleiri, á svona stórum vinnustað. Mér finnst gott til þess að vita að starfsmenn, sem þurfa kannski að vera lengi frá störfum vegna veikinda og finna til vanmáttar vegna þess, geti nú fengið þann stuðning sem þarf.