21.01.2014
Ráðgjafinn var mín stoð og stytta
,,Ég vildi ólm komast aftur til vinnu en þetta var dálítið erfitt. Ég hafði aldrei hlíft mér þegar taka þurfti á og það var alveg nýtt fyrir mér að vera hálfgerður aumingi. Mér fannst vera pískrað í öllum hornum. Ég verð samt að hlusta á líkamann og byggja mig upp svo ég komi aftur sem betri starfskraftur. Starfsendurhæfingarsjóður hjálpar mér til þess. Það skiptir náttúrlega miklu máli að hjálpa starfsmönnum að komast sem fyrst til vinnu á ný. Ég er afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem ég hef fengið til þess.“