Fara í efni

Fréttir

Ráðgjafinn var mín stoð og stytta

,,Ég vildi ólm komast aftur til vinnu en þetta var dálítið erfitt. Ég hafði aldrei hlíft mér þegar taka þurfti á og það var alveg nýtt fyrir mér að vera hálfgerður aumingi. Mér fannst vera pískrað í öllum hornum. Ég verð samt að hlusta á líkamann og byggja mig upp svo ég komi aftur sem betri starfskraftur. Starfsendurhæfingarsjóður hjálpar mér til þess. Það skiptir náttúrlega miklu máli að hjálpa starfsmönnum að komast sem fyrst til vinnu á ný. Ég er afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem ég hef fengið til þess.“

Leidd út á vinnumarkaðinn

,,Ég hafði sagt Karen ráðgjafa frá því að mig langaði til þess að starfa með börnum og hún hvatti mig þess vegna til þess að sækja um vinnu á leikskóla. Ég er í hálfu starfi á Hagaborg og sé um hreyfingu barna þar. Ég hefði aldrei trúað því fyrir ári síðan að ég yrði komin svona langt áleiðis nú,“

Fékk markvissa hvatningu og aðstoð

„Ég er ánægð með lífið í dag. Ég var vonsvikin þegar ég veiktist og mér fannst fótunum kippt undan mér. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp og vita að hjálpin er til staðar,“ segir Hildur. „Það var ákaflega gott að fá þessa uppörvun og lífið varð miklu léttara. Í framhaldinu hef ég farið óhefðbundna lækningaleið og nota nú heilun, hugleiðslu og dáleiðslu.“

Þakklát fyrir frábært framtak

Sama ár og Elísabet Sigurðardóttir kennari greindist með krabbamein gekk hún í gegnum skilnað. Aðstoðin sem hún fékk frá ráðgjafa Kennarasambands Íslands, Margréti Gunnarsdóttur, og Starfsendurhæfingarsjóði við að koma sem sprækust aftur til starfa var þess vegna vel þegin.

Heiða ráðgjafi var líftaugin mín

„Ég er loksins á leið aftur í vinnu, rúmu ári eftir að mér var sagt upp. Ég var alltaf ákveðin í að halda áfram að vinna, þótt ég eigi ekki mörg ár í eftirlaunin. Stéttarfélagið mitt, VR, hefur staðið eins og klettur við hliðina á mér allan tímann og Heiða Tómasdóttir, ráðgjafinn minn hjá sjúkrasjóði VR, hefur verið óþreytandi að leita lausna fyrir mig. Ég er viss um að ég hefði einangrast heima, ef ég hefði ekki komist aftur út á vinnumarkaðinn.“

Fékk nýja vinnu með hjálp ráðgjafans

„Ég get algjörlega þakkað Starfsendurhæfingarsjóði að ég er kominn með fasta vinnu. Mér fannst óhugsandi að hanga heima þótt ég sé með skerta starfsgetu fyrir gamla starfið mitt. Það eru til önnur úrræði,“

Stolt af afrekum mínum

Í júní 2012 leitaði Eygló Sigurðardóttir samstarfs við ráðgjafa VIRK í kjölfar erfiðra veikinda. Hún er Snæfellingur að ætterni en býr nú á Akureyri, þar sem hún stundaði sjúkraliðanám í tvö ár í Verkmenntaskóla Akureyrar.

Hafa samband