03.09.2014
Ég á VIRK mikið að þakka
Mér finnst ég því hafa dottið í lukkupottinn eftir allt saman, ef svo má segja. En ég hefði aldrei náð þessum árangri án aðstoðar VIRK. Trú ráðgjafans og sálfræðingsins á mér var einn lykillinn að uppbyggingunni. Annar var svo auðvitað hjá sjálfri mér. Ég hafði allan tímann hugann við að komast upp, ná árangri. Ég skoðaði allt sem gæti komið mér að gagni. Ég var svo stolt þegar vel gekk. Hugsaði: „Í dag hef ég tekið þrjú skref!“ Og svo þegar ég kom næst til ráðgjafans eða sálfræðingsins: „Nú hef ég tekið fjögur skref!“ Þetta var svo mikil áskorun.