22.05.2013
Árangursríkt starf starfsmanna í velferðarþjónustu um allt land
Í kjarasamningum á árinu 2008 var samið um starfsemi VIRK og fyrstu ráðgjafar VIRK hófu störf á árinu 2009. Síðan
þá hafa um 4500 einstaklingar leitað til VIRK og um 2000 einstaklingar hafa lokið þjónustu. Flestir sem útskrifast frá VIRK hafa getu til
þátttöku á vinnumarkaði á ný.
Á sama tíma og uppbygging VIRK hefur átt sér stað hefur þjóðin gengið í gegnum eitt mesta efnahagshrun síðari ára með
miklu atvinnuleysi og erfiðleikum hjá fjölda fólks. Það var og er ástæða til að óttast að þessar aðstæður
valdi því að fleiri einstaklingar en áður búi við skerta starfsgetu og fari á örorkulífeyri til lengri tíma. Rannsóknir
og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa einnig sýnt fram á slæm áhrif langtíma atvinnuleysis á heilsu og vinnugetu einstaklinga.