16.09.2014
„Eftir að hafa áttað okkur á hversu heilbrigður starfsmannahópurinn hér er í raun og veru, hefur viðhorf okkar breyst. Við tölum ekki um mikil veikindi þó auðvitað komi uppá, svo sem þegar ganga flensur og margir veikist á svipuðum tíma. Það er eðlilegt. Verkefnið hefur skilað okkur því að fólk hugsar um sig sem heilbrigt og innan leikskólans er unnið út frá heilbrigði, bæði hvað varðar starfsfólk og börnin sem hér dvelja.“