21.01.2014
Þetta er allt annað líf
,,Mér leið óskaplega illa og var eiginlega orðin þunglynd án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Vinkona mín sá það hins vegar. Hún vinnur á sama stað og Ágústa Guðmarsdóttir, ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá stéttarfélögunum á Suðurlandi. Þær voru að tala um að hætta væri á að ég dytti út af vinnumarkaðnum fengi ég ekki hjálp. Vinkona mín hvatti mig til þess að tala við Ágústu sem bjargaði mér alveg. Mér finnst það frábært framtak að koma svona þjónustu á“