21.01.2014
Allir hlutir einfaldari
Jón Torfason húsasmiður var í hópi vina á gönguskíðum í óbyggðum í byrjun apríl 2009. Ætlunin var að ganga yfir Kjöl. Vinirnir settust niður til að kasta mæðinni og fá sér nestisbita, en þegar átti að halda af stað að nýju fannst Jóni eins og ætlaði að líða yfir sig. „Ég beygði mig fram á meðan sviminn leið hjá, en þegar ég rétti úr mér og leit í kringum mig var landið horfið.“