Guðrún Bjarnadóttir og Eysteinn Eyjólfsson hófu störf í júníbyrjun. Guðrún sem sérfræðingur á upplýsingasviði og Eysteinn sem sérfræðingur á almannatengsla og útgáfusviði.
Ársrit VIRK 2014 er komið út. Í ársritinu er að finna greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK ásamt fróðlegum greinum og viðtölum er tengjast starfsendurhæfingu.
Það sem er af árinu hafa þrír starfsmenn hafið störf hjá VIRK. Svanhvít Jóhannesdóttir og Ragnhildur B. Bolladóttir sem sérfræðingar og Ólöf Á Sigurðardóttir sem læknaritari.
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar þar sem sérstakt tölvuprógramm var notað til að fá starfsfólk til að standa upp með reglulegu millibili yfir daginn, sýndu jákvæð áhrif á hegðun og hreyfingu þessara einstaklinga
VIRK og Félagsþjónusta Reykjavíkur ætla að fara að stað með prufuverkefni með 30 einstaklingum sem eru á vegum Félagsþjónustunnar. Sérfræðingar í starfsendurhæfingu á vegum VIRK fara markvisst yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir með það í huga að greina hvaða þjónusta er talin nauðsynleg fyrir þessa einstaklinga. Fyrirhugað er að samstarfið hefjist í apríl.